Við gleðjumst yfir aukningunni sem Guð gefur
1 Kristnir menn á fyrstu öld prédikuðu Guðsríki af kappi. Þeir glöddust þegar ‚söfnuðirnir urðu fjölmennari dag frá degi.‘ (Post. 16:5) Djarfmannleg prédikun þeirra náði til Asíu, Evrópu og Afríku og leiddi af sér ríkulega uppskeru trúaðra.
2 Jesús spáði að á síðustu dögum næði prédikunarstarfið ‚um alla heimsbyggðina og til allra þjóða.‘ (Matt. 24:14) Á þjónustuárinu 1996 héldum við áfram að fá fréttir af dásamlegri aukningu og að boðberatalan hefði náð nýju hámarki í löndum víða um heim. Margir nýir söfnuðir hafa verið myndaðir. Vegna þessa öra vaxtar hefur reynst nauðsynlegt að reisa hundruð nýrra ríkissala, margar mótshallir, svo og að stækka allnokkrar deildarskrifstofur.
3 Í Ríkiþjónustu okkar fyrir ágúst 1996 var sagt frá umfangsmiklu byggingarstarfi í Afríku. Sams konar vinna á sér stað um alla Rómönsku Ameríku. Í skýrslu Mexíkó fyrir þjónustuárið 1996 er greint frá undraverðu boðberahámarki, sem nam 470.098 boðberum, og að jafnaði 600.751 biblíunámi og kallaði þetta á myndun 466 nýrra safnaða! Áætlað er að vinnu við stækkun deildarinnar þar í landi ljúki undir lok ársins 1999. Svipaður vöxtur í mörgum öðrum löndum leyfir ekki að nokkurt lát verði á ýmiss konar guðveldislegum byggingarframkvæmdum.
4 Byggingarkostnaður er alls staðar hár og bræður okkar í mörgum löndum eiga lítið efnislega til að leggja af mörkum. Hins vegar er vissulega að finna hjá þeim mikinn andlegan vöxt og þeim fjölgar stórlega enda er kostgæfni þeirra í þjónustu Jehóva mjög mikil. Orðskviðirnir 28:27 fullvissa okkur um að „sá sem gefur fátækum, líður engan skort.“ Fúsleiki okkar til að hjálpa þeim að standa straum af þessum byggingarkostnaði leiðir til ‚jafnaðar‘ í efnislegum hlutum og gerið öllum kleift að reyna þá hamingju sem því fylgir að gefa og þá gleði sem er samfara því að sjá aukninguna sem Jehóva veitir. — 2. Kor. 8:14, 15; Post. 20:35.
[Mynd á blaðsíðu 4, 5]
Deildin í Paragvæ
[Mynd á blaðsíðu 4]
Deildin í Ekvador
[Mynd á blaðsíðu 4, 5]
Deildin í Mexíkó í byggingu
[Mynd á blaðsíðu 4, 5]
Deildin í Dóminíska lýðveldinu
[Mynd á blaðsíðu 4]
Deildin í Brasilíu með viðbyggingum
[Mynd á blaðsíðu 4, 5]
Deildin í Úrúgvæ í byggingu
[Myndir á blaðsíðu 5]
Dæmigerðir ódýrir ríkissalir í Rómönsku Ameríku
1. Brasilía
2. Nikaragúa
3. Síle
4. Kólumbía
5. Mexíkó
6. Brasilía
7. Perú
8. Venesúela
9. Mexíkó