Þjónustusamkomur fyrir mars
Vikan sem hefst 3. mars
Söngur 25
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Hvettu alla til að byrja að bjóða áhugasömum á minningarhátíðina 23. mars. Sýndu boðsmiða og hvettu alla til að verða sér úti um eintök og hefjast handa við að dreifa þeim í vikunni. Farðu yfir greinina „Vöxtur í húsi Guðs.“
12 mín: „Byggðu upp heimili þitt.“ Spurningar og svör. Taktu með frásagnir úr Árbókinni 1995, bls. 228, eftir því sem tími leyfir.
18 mín: „Hjálpaðu fjölskyldum að eignast örugga framtíð.“ (Tölugreinar 1-5) Eftir stutt inngangsorð um 1. tölugreinina skaltu ræða hvernig vekja megi áhuga á bókinni Spurningar unga fólksins — svör sem duga með því að nota kaflaheitin, myndirnar og upprifjunarkassana. Láttu hæfa boðbera sýna kynningarorðin í 2.-5. tölugrein. Hvettu alla til að gera sérstakt átak í að koma bókinni til fjölskyldna sem hafa sýnt boðskapnum áhuga. Mundu eftir að minnast á framlagafyrirkomulagið.
Söngur 99 og lokabæn.
Vikan sem hefst 10. mars
Söngur 26
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Minntu alla á að fylgja biblíulestrinum fyrir minningarhátíðina samkvæmt Rannsökum daglega ritningarnar dagana 18.-23. mars.
20 mín: ‚Verið þakklátir.‘ Spurningar og svör. Allir ættu að leggja sig dyggilega fram við að bjóða biblíunemendum, áhugasömu fólki, velviljuðum ættingjum og hverjum þeim bróður eða systur, sem kemur ekki á samkomur að staðaldri, að sækja minningarhátíðina. Stutt sýnikennsla þar sem boðberi notar boðsmiða til að bjóða áhugasömum manni á minningarhátíðina. Komdu með ítarefni úr Varðturninum 1. nóvember 1988, bls. 11, gr. 16-17. Hvettu alla sem geta til að vera aðstoðarbrautryðjendur í apríl og maí.
15 mín: „Hjálpaðu fjölskyldum að eignast örugga framtíð.“ (Tölugreinar 6-8) Komdu með tillögur um hvernig bjóða megi bókina Spurningar unga fólksins óformlega í vinnunni, í skólanum, í almenningsgörðum eða strætisvögnum og einnig þegar farið er í heimsókn til ættingja. Láttu hæfan boðbera sýna kynninguna í 6. og 7. tölugrein. Í endurheimsókninni ætti að sýna húsráðandanum fram á hvernig nám í Biblíunni getur styrkt fjölskylduböndin. Koma ætti slíkum námskeiðum af stað í Þekkingarbókinni.
Söngur 33 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. mars
Söngur 30
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Farðu yfir efnið „Til minnis vegna minningarhátíðar“ og greindu frá staðbundnum ráðstöfunum vegna hátíðarinnar. Allir ættu að leggja síðustu drög að því að hjálpa biblíunemendum og áhugasömum að sækja minningarhátíðina.
15 mín: Staðbundnar þarfir eða ræða öldungs um efnið „Þarftu raunverulega að biðjast afsökunar?“ úr Varðturninum á ensku 15. september 1996, bls. 22-4.
15 mín: Notaðu Árbók votta Jehóva 1997 vel. Heimilisfaðir fer yfir helstu atriðin á bls. 3-9 með fjölskyldu sinni. Hann bendir á hvers vegna við höfum ástæðu til að gleðjast yfir guðveldislegum framförum um allan heim. Faðirinn útskýrir hvernig fjölskyldan gæti notað fáeinar mínútur yfir matnum á hverjum degi til að lesa úr Árbókinni og íhuga dagstextann.
Söngur 35 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. mars
Söngur 31
9 mín: Staðbundnar tilkynningar. Nefndu að enn sé ekki of seint að sækja um aðstoðarbrautryðjandastarf í apríl. Skýrðu frá aukasamkomum safnaðarins fyrir boðunarstarfið í mánuðinum.
24 mín: „Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir.“ (Tölugreinar 1-20) Spurningar og svör. Komdu með stutta sýnikennslu úr 16. tölugrein.
12 mín: Nýjum boðbera hjálpað af stað. Rifjaðu upp efnið í 19. tölugrein viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir júni 1996. Sýndu hvernig hæfur boðberi undirbýr biblíunemanda sem er nýbúinn að fá samþykki öldunganna fyrir því að vera óskírður boðberi. Boðberarnir fara í sameiningu yfir efnið í Þjónustubókinni á bls. 111, grein 2. Reyndi boðberinn bendir á hverju búast megi við í starfinu hús úr húsi og að ekki þurfi að láta það draga úr sér kjark þótt flestir sýni lítil viðbrögð við boðskapnum. Hann segir hvetjandi frásögu um gleðina sem er samfara því að finna einlægt fólk sem vill hlusta. Boðberarnir útbúa í sameiningu stutta blaðakynningu og æfa hana. Reyndi boðberinn hrósar hinum nýja og þeir gera ákveðnar ráðstafanir til að fara saman út í boðunarstarfið í vikunni.
Söngur 41 og lokabæn.
Vikan sem hefst 31. mars
Söngur 32
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bjóddu öllum áhugasömum á sérræðuna 6. apríl. Minntu alla á að skila inn starfsskýrslum fyrir marsmánuð. Lestu upp nöfn allra sem verða aðstoðarbrautryðjendur í apríl. Farðu yfir efni spurningakassans.
20 mín: „Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir.“ (Tölugreinar 21-35) Spurningar og svör. Farðu yfir efni rammagreinarinnar á bls. 3. Hvettu alla til að telja með í starfsskýrslu sinni sérhverja endurheimsókn í mánuðinum.
10 mín: Ræddu ritatilboðið í apríl, blöðin Varðturninn og Vaknið! Segðu stuttlega frá tillögunum í Ríkisþjónustu okkar í október 1996, bls. 8, tölugreinum 3, 4 og 8, um hvernig undirbúa megi blaðakynningar. Láttu tvo boðbera sýna eina eða tvær stuttar kynningar og minnast á framlagafyrirkomulagið. Boðberar ættu að skrifa hjá sér hverjir þiggja blöðin og bæta þeim við blaðaleiðina sína.
Söngur 42 og lokabæn.