Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.98 bls. 1
  • Það er gott að vera alltaf viðstaddur!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það er gott að vera alltaf viðstaddur!
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Kunnum að meta kristnar samkomur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Alvarleg ábyrgð að sækja samkomur
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 7.98 bls. 1

Það er gott að vera alltaf viðstaddur!

1 Mörgum bræðra okkar í Austur-Evrópu var meinað um áratuga skeið að koma opinberlega saman. Við getum ímyndað okkur hve glaðir þeir voru þegar hömlum var aflétt og þeir gátu safnast frjálslega saman.

2 Farandhirðir sagði um heimsókn sína til eins slíks safnaðar: „Á þriðjudagskvöldinu, rétt í byrjun heimsóknarinnar, bilaði hitakerfið. Úti fyrir var hitastigið um frostmark en innandyra aðeins um fimm gráður. Bræðurnir sátu dúðaðir í úlpum, treflum, vettlingum, húfum og stígvélum. Enginn gat fylgst með í biblíu sinni því að ógerlegt var að fletta henni. Ég var að krókna úr kulda í jakkafötunum á sviðinu og blés frá mér gufu þegar ég talaði. En það vakti aðdáun mína að ég heyrði engan kvarta einu orði. Allir bræðurnir sögðu hve ánægjulegt og gott það hefði verið að vera viðstaddur!“ Það hvarflaði ekki einu sinni að þessum bræðrum að missa af samkomunni.

3 Er okkur þannig innanbrjósts? Metum við mikils að geta komið frjálslega saman á vikulegum samkomum okkar? Eða tökum við samkomurnar sem sjálfsagðan hlut þegar aðstæður til að sækja þær eru ákjósanlegar? Það er kannski ekki auðvelt að sækja samkomur að staðaldri, og stundum geta verið gildar ástæður fyrir því að koma ekki. En gleymum aldrei að meðal okkar eru bræður og systur sem gera sér grein fyrir mikilvægi samkomanna og láta sig næstum aldrei vanta, þótt þau séu farin að reskjast, eigi við alvarleg heilsuvandamál eða fötlun að glíma, vinni langan vinnudag eða hafi öðrum þýðingarmiklum skyldum að gegna. Þau eru afbragðsfordæmi til eftirbreytni. — Samanber Lúk. 2:37, NW.

4 Gerum að venju okkar að styðja sanna tilbeiðslu með því að sækja allar kristnar samkomur, allt frá fámennu bóknámi upp í fjölmenn mót. Hvers vegna ber okkur að taka svo alvarlega að sækja þessar samkomur? Vegna þess að Guð fyrirskipar okkur að safnast saman. En það eru aðrar mikilvægar ástæður fyrir því. Við þurfum öll á þeirri fræðslu Guðs og hjálp heilags anda að halda sem við fáum á samkomum. (Matt. 18:20) Gagnkvæm uppörvun og samneyti við bræður okkar byggir okkur upp. — Hebr. 10:24, 25.

5 Við ummyndunina sagði Pétur: „Meistari, gott er, að vér erum hér.“ (Lúk. 9:33) Okkur ætti að vera eins innanbrjósts í sambandi við allar kristnar samkomur. Það er gott að vera alltaf viðstaddur!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila