Umsjónarmenn sem fara með forystuna — starfshirðirinn
1 Starfshirðirinn hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist framgangi boðunarstarfsins á starfssvæði safnaðarins. Hann gegnir þar af leiðandi mikilvægu hlutverki í að hjálpa okkur að sinna þeirri skyldu okkar að prédika fagnaðarerindið. Hann er sjálfur kostgæfinn boðberi og hefur forystu um að skipuleggja allt er viðkemur boðunarstarfinu. Hann er hæfur kennari og hjálpar boðberum að gera þjónustu sína skilvirkari. — Ef. 4:11, 12.
2 Þessi öldungur hefur beina umsjón með starfi safnaðarþjóna sem falið er að sjá um bóka- og blaðadeildina og starfssvæðin. Hann á að ganga úr skugga um að í hverjum mánuði sé nóg til af bókum, bæklingum, blöðum og ýmsum eyðublöðum fyrir starfið. Einu sinni á ári fer hann yfir svæðiskortaskrána, tekur saman heimilisföng allra sem við höfum verið beðin um að heimsækja ekki og felur hæfum bræðrum að fara þangað.
3 Starfshirðirinn hefur umsjón með hinum ýmsu greinum prédikunarstarfsins, meðal annars fyrirtækjastarfi, götustarfi og vitnisburði í síma. Hann er vakandi fyrir því að skipuleggja samkomur fyrir boðunarstarfið á hentugum tímum í hverri viku, líka á frídögum. Hann sýnir biblíunámsstarfinu ósvikinn áhuga. Hann leitar leiða til að veita þeim andlega hjálp sem eru óreglulegir eða óvirkir í boðunarstarfinu. Hann lætur sér einlæglega annt um starf brautryðjendanna og hefur umsjón með áætluninni „Brautryðjendur hjálpa öðrum.“
4 Starfshirðirinn situr í starfsnefnd safnaðarins og kemur með tillögur um breytingar í bóknámshópum safnaðarins eins og þörf krefur. Þegar hann heimsækir hópinn þinn skaltu gera þér far um að mæta og eins að starfa með honum á akrinum.
5 Allir í söfnuðinum ættu að fylgja fúslega leiðbeiningum starfshirðisins. Það hjálpar okkur að gera menn að lærisveinum og hafa enn meiri gleði af boðunarstarfinu.