Allir þurfa að ‚veita orðinu viðtöku‘!
1 Milljónir manna eru að nema Biblíuna með hjálp votta Jehóva. Til að verða hæfir fyrir eilíft líf þurfa þeir að ‚veita orðinu viðtöku‘ eins og þeir 3000 sem iðruðust og létu skírast á hvítasunnudeginum árið 33. (Post. 2:41) Hvaða ábyrgð leggur þetta okkur á herðar?
2 Við þurfum að hjálpa biblíunemendum okkar að rækta með sér guðhræðslu. (1. Tím. 4:7-10) Viðauki Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996 leggur til í grein 20: „Allan námstímann skaltu leita tækifæra til að örva nemandann til að meta eiginleika Jehóva að verðleikum. Láttu djúpar tilfinningar þínar til Guðs koma í ljós. Hjálpaðu nemandanum að hugsa út frá því sjónarmiði að rækta hlýlegt og persónulegt samband við Jehóva.“
3 Okkur er vandi á höndum: Flestir sem eru undir áhrifum falstrúarbragða gera sig ánægða með tilbeiðslu sem tekur lítinn tíma og litla fyrirhöfn og krefst eiginlega engra breytinga á líferni þeirra. (2. Tím. 3:5) Okkur er sá vandi á höndum að leiða biblíunemendunum fyrir sjónir að sönn tilbeiðsla felur í sér meira en að vera aðeins heyrendur orðs Guðs. Þeir þurfa að heimfæra það sem þeir læra á líf sitt. (Jak. 1:22-25) Ef eitthvað í breytni þeirra er ekki Guði þóknanlegt þurfa þeir að viðurkenna þá skyldu sína að ‚snúa sér‘ og gera það sem er rétt til að þóknast honum. (Post. 3:19) Til að öðlast eilíft líf þurfa þeir að leggja hart að sér og taka eindregna afstöðu með sannleikanum. — Lúk. 13:24, 25.
4 Þegar þið biblíunemandinn ræðið ýmsa þætti siðferðis skaltu spyrja hann hvernig hann líti raunverulega á þessi mál og hvað hann ætti að gera ef hann sér að hann þurfi að gera breytingar á líf sínu. Beindu athygli hans að skipulaginu þaðan sem hann fær þekkingu á sannleikanum og hvettu hann til að sækja safnaðarsamkomurnar reglulega. — Hebr. 10:25.
5 Gerum það að markmiði okkar að ná til hjarta nemandans með kennslunni. Við fögnum þegar við hvetjum nýja til að veita orði Guðs viðtöku og láta skírast! — 1. Þess. 2:13.