Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.98 bls. 8
  • „Sáum sæði Guðsríkis“ á blaðaleiðum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Sáum sæði Guðsríkis“ á blaðaleiðum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Blaðaleið hentar vel til að hefja biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Verðmæt þjónustusérréttindi
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – glæðum áhuga þeirra sem eru á blaðaleið okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 10.98 bls. 8

„Sáum sæði Guðsríkis“ á blaðaleiðum

1 Söngur 55 í Syngið Jehóva lof heitir „Sáum sæði Guðsríkis.“ Hann er byggður á dæmisögu Jesú sem líkir boðunarstarfinu við sáningu sæðis. (Matt. 13:4-8, 19-23) Í texta söngsins er spurt: „En hve mikið fellur í frjósama mold?“ Í framhaldinu er bent á að það sé mikið undir sjálfum okkur komið. Hvernig getum við gert starf okkar áhrifaríkara? Ein aðferðin er að koma sér upp blaðaleið og halda henni gangandi.

2 Með blaðaleið má ná fleiru en einu markmiði. (1) Reglulegar heimsóknir einu sinni í mánuði auðvelda þér að mynda vinsamlegt samband við áhugasamt fólk. (2) Þú sérð því reglulega fyrir lífgandi upplýsingum sem Varðturninn og Vaknið! innihalda. (3) Með samræðum þínum við fólk getur þú hjálpað því að sækjast eftir sannleika Ritningarinnar og það gæti leitt til biblíunámsskeiðs. — 1. Pét. 2:2.

3 Hvernig á að hefja blaðaleið: Hvenær sem einhver sýnir áhuga á blöðunum skaltu benda á að í hverju tölublaði birtast framúrskarandi greinar og þér væri sönn ánægja að færa honum blöðin mánaðarlega. Skrifaðu síðan hjá þér nafn, heimilisfang, dagsetningu, útgáfumánuð þeirra blaða sem voru afhent, greinina sem var kynnt og þau málefni sem vöktu sérstakan áhuga.

4 Þú getur hafið blaðaleið þótt fátt fólk sé á listanum. Síðan skaltu vinna að því að auka við hann með því að bæta við öðrum sem fá blöðin hjá þér. Þegar blaðaleiðin lengist geturðu skipulagt hana eftir bæjarhverfum svo að hún verði auðveldari yfirferðar. Skráðu vandlega hvaða tölublöð voru afhent í hvert skipti og hvenær. Bættu við skýringum um samræðurnar og hvernig skuli haldið áfram að glæða áhuga fólksins fyrir sannleikanum í næstu heimsókn.

5 Farðu líka í fyrirtæki og til fagfólks: Reynslan hefur sýnt að verslunarfólk og fagfólk þiggur gjarnan blöðin okkar reglulega. Öldungur nokkur var jafnvel með bæjarstjórann í heimabæ sínum á blaðaleið sinni. Áttræður maður, sem átti byggingavörufyrirtæki, byrjaði að kynna sér Biblíuna með aðstoð boðberans sem hafði fært honum blöðin sleitulaust í tíu ár.

6 Brautryðjandasystir fór inn í verslun og hitti þar hjón sem tóku henni fálega. En vegna þess að þau þáðu blöðin ákvað hún að bæta þeim á blaðaleiðarlistann. Síðar var systirin komin á fremsta hlunn með að hætta að fara til þeirra vegna þess hve þau voru kuldaleg og sögðu lítið, jafnvel þegar hún spurði þau álits á einhverju. En systirin gerði þetta mál að bænarefni og um síðir fengu hjónin Lifað að eilífu bókina. Að loknum lestri hennar sagði konan áköf: „Ég hef loksins fundið sannleikann!“ Biblíunámskeið var hafið og hjónin létu seinna skírast. Þrautseigja brautryðjandans bar vissulega góðan ávöxt.

7 Farðu í endurheimsóknir: Þegar þú færð nýtt blað skaltu lesa allar greinarnar. Leitaðu að efni sem gæti höfðað til hvers og eins á blaðaleið þinni. Þegar þú ferð aftur geturðu sagt: „Þegar ég las þessa grein datt mér í hug að þú kynnir að hafa áhuga á henni.“ Boðberar á öllum aldri geta komið sér upp blaðaleið. Barn gæti jafnvel sagt: „Það er gaman að hitta þig aftur. Nýjustu eintök þín af Varðturninum og Vaknið! eru komin. Ég held að þér þætti gaman af þessari grein sem heitir: . . .“

8 Vektu eftirvæntingu fyrir komandi greinum með því að benda á rammann með yfirskriftinni „Í næsta blaði.“ Þegar greinaröð er birt í blöðunum skaltu vekja athygli á því og hvetja lesandann til að missa ekkert úr. Gleymdu ekki að það má telja endurheimsókn í hvert skipti sem farið er með blöðin til fólks á blaðaleiðinni. Og mundu umfram allt að markmið okkar er að láta þessar heimsóknir leiða til biblíunámskeiða.

9 Farðu reglubundið til fólksins á blaðaleiðinni: Þú getur þrætt blaðaleiðina hvenær sem þér hentar — að morgni á virkum degi, síðdegis, snemma á kvöldin eða um helgar eftir að hafa starfað um stund hús úr húsi. Ef þú getur ekki sinnt blaðaleiðinni sökum veikinda eða orlofs fáðu þá annan boðbera í fjölskyldunni eða söfnuðinum til að fara með blöðin fyrir þig. Þá bregst það ekki að fólkið á blaðaleiðinni fái blöðin á réttum tíma.

10 Ein leið til að sá sæði fagnaðarerindisins er að fara reglubundið með Varðturninn og Vaknið! til allra á blaðaleið þinni. Þegar þú kennir þeim sannleika Biblíunnar getur verið að þeir öðlist skilning á orði Guðsríkis og beri svo með tímanum ávöxt Guðsríkis með þér. — Matt. 13:8, 23.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila