Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.98 bls. 7
  • Umsjónarmenn sem fara með forystuna — ritarinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Umsjónarmenn sem fara með forystuna — ritarinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Stuðlar þú að nákvæmri heildarskýrslu?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Umsjónarmenn sem fara með forystuna — starfshirðirinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 10.98 bls. 7

Umsjónarmenn sem fara með forystuna — ritarinn

1 Ritari safnaðarins gegnir þýðingarmiklu hlutverki í því að „allt fari sómasamlega fram og með reglu.“ (1. Kor. 14:40) Hann á sæti í starfsnefnd safnaðarins og það er í verkahring hans að sjá um bréfaskriftir safnaðarins og mikilvæg skjöl. Enda þótt starf hans sé ef til vill ekki eins áberandi og hinna öldunganna er þjónusta hans mjög þörf og mikils metin.

2 Þegar bréf koma frá Félaginu eða öðrum annast ritarinn þau og sér um að svara þeim þegar þörf krefur. Hann sér um að dreifa aðsendum bréfum meðal öldunganna og setja þau í skjalasafn svo að þau séu aðgengileg. Hann fer yfir blaða- og bókapantanir og sendir þær til Félagsins. Hann hefur umsjón með þeim sem sjá um reikningshald og áskriftir, ásamt öllu því er varðar mótin.

3 Ritarinn á að senda mánaðarlega starfsskýrslu safnaðarins til Félagsins fyrir sjötta hvers mánaðar. Þess vegna er áríðandi að við öll skilum skýrslum um starf okkar tafarlaust í lok hvers mánaðar. Síðan færir hann starfsskýrslurnar á safnaðarboðberakortin. Allir boðberar geta óskað eftir að sjá eigin starfsskrá.

4 Þegar boðberi flytur til eða frá söfnuðinum sendir ritarinn öldungum hins safnaðarins kynningarbréf ásamt safnaðarboðberakorti hans. — Þjónustubókin, bls. 104-5.

5 Ritarinn fylgist með starfi brautryðjendanna og gefur öldungunum, sérstaklega starfshirðinum, upplýsingar um vandamál sem brautryðjendur kunna að eiga við að etja. Hann lætur bóknámsstjóra vita um boðbera sem eru óreglulegir í boðunarstarfinu. Bæði ritarinn og starfshirðirinn sjá um að samræma aðgerðir til hjálpar óreglulegum boðberum. — Ríkisþjónusta okkar, nóvember 1987, bls. 2.

6 Góður skilningur á skyldum ritarans ætti að fá okkur til að leggja okkar af mörkum til að gera honum hægara um vik að gegna ráðsmennsku sinni. —  1. Kor. 4:2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila