Spurningakassinn
◼ Hvað ætti ritarinn að gera þegar reglulegur brautryðjandi flytur inn í söfnuðinn?
Ritarinn ætti að láta Félagið vita og nota viðeigandi reit aftan á safnaðarskýrslunni (S-1). Hann ætti einnig án tafar að hafa samband við ritarann í fyrrverandi söfnuði brautryðjandans og biðja um öll boðberakortin (S-21) hans sem eru þar í skjalasafninu, svo og kynningarbréf frá þjónustunefnd safnaðarins.
Þegar boðeri flytur í verulega breytt umhverfi á hann oft í erfiðleikum með að koma sér fyrir og koma af stað góðum vanagangi í boðunarstarfinu. Brautryðjandi kann mjög vel að meta það þegar öldungar bjóða honum kærleiksríka aðstoð til þess að flutningur hans til nýja safnaðarins gangi eins snurðulaust og hægt er.
Til minnis: Aðeins þeir brautryðjendur, sem flytja milli safnaða innanlands, fá nýtt brautryðjandaskírteini (Pioneer Service Identification card (S-202)) hjá ritaranum. Brautryðjendur, sem týna kortinu sínu, breyta um nafn vegna giftingar eða skilnaðar eða koma erlendis frá, ættu að fá nýtt kort frá Félaginu, ekki frá ritaranum. Ritarinn eða brautryðjandinn ættu að skrifa Félaginu, útskýra stöðu mála, og biðja um nýtt kort. Ef brautryðjandi lætur af því starfi á hann að skila skírteininu til ritarans.