Notið þær vel
1 Milljónir gamalla bóka eru geymdar í bókasöfnum alls staðar í heiminum. En hvaða varanlegt gagn hefur mannkynið haft af þeim? (Préd. 12:12) Rit, sem beina athyglinni að Guðsríki og því sem það gerir fyrir mannkynið, eru mun verðmætari. Í janúar ætlum við að bjóða fólki tvær bækur sem við höfum notað um nokkurra ára skeið. Það eru bækurnar Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð, sem kom fyrst út á íslensku árið 1984, og Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? sem við höfum notað í sjö ár.
2 Þær eru gagnlegar: Þótt þessar bækur séu ekki alveg nýjar og okkur finnist þær ekki eins ferskar og allra nýjustu ritin skulum við muna að þær segja frá sannleika Biblíunnar. Lifað að eilífu bókin fjallar í ítarlegu máli um meginkenningar Biblíunnar, og Sköpunarbókin bendir á undur sköpunarverksins og sýnir fram á að alheimurinn og lífheimurinn hljóti að vera verk viturs skapara. Fólk getur bjargað lífi sínu með því að gefa gaum að efni þeirra. (Jóh. 17:3) Við ættum því að leggja okkur vel fram um að koma þessum bókum í hendur fólks í janúarmánuði.
3 Reynsla konu nokkurrar sýnir fram á gildi bóka, sem fjalla um sannleikann, jafnvel þótt þær séu ekki nýjar. Konan erfði nokkur af eldri ritum Varðturnsfélagsins eftir ömmu sína. Vottur spurði konuna hvort hún hefði einhverja hugmynd um raunverulegt verðmæti þeirra. Konan svaraði: „Ég veit ekki hvers virði þær eru. Hvernig get ég komist að því?“ Konan þáði biblíunámskeið, tók við sannleikanum og mat bókasafn ömmu sinnar mikils eftir það. Þetta safn eldri bóka reyndist vera dýrmætur arfur.
4 Komdu þeim í umferð: Auk þess að bjóða Lifað að eilífu bókina og Sköpunarbókina hús úr húsi skaltu gæta þess að bjóða þær þegar þú ferð í endurheimsóknir til fólks sem þú veist að þykir gaman að lesa ritin okkar. Gleymdu ekki áskrifendum að Varðturninum og Vaknið! og fólki sem er á blaðaleið þinni. Báðar þessar bækur geta styrkt þekkingargrunn biblíunemenda okkar og aukið skilning þeirra á sannleikanum.
5 Í stað þess að láta þessar bækur liggja óhreyfðar í geymslu skulum við nota þær vel til að hvetja þá sem við hittum til að ‚óttast Guð og halda hans boðorð.‘ — Préd. 12:13.