Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.99 bls. 7
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Ný svæðismótsdagskrá
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 8.99 bls. 7

Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins

Dagskrá sérstaka mótsdagsins þjónustuárið 2000 ber stefið „Rannsakaðu djúp Guðs.“ (1. Kor. 2:10) Hvaða verðmæta kennslu verður okkur boðið upp á?

Þekkingarleit margra veitir þeim ekki þá hressingu sem þeir þurfa. En Biblían endurnærir okkur eins og farandhirðirinn sýnir fram á í dagskrárliðnum „Að rannsaka orð Guðs hressir.“ Annar ræðumaður tengir mótsstefið síðan saman við boðunarstarfið þegar hann fjallar um spurninguna „Hvernig lítur þú á boðun fagnaðarerindisins um ríkið?“

Hvernig geta foreldrar hjálpað börnum sínum að grafa djúpt í orð Guðs? Komið verður með raunhæfar tillögur í dagskrárliðnum „Brýndu orð Guðs fyrir börnum þínum.“ Umgengni við andlega þroskaða safnaðarmenn hefur heilnæm áhrif á kristin ungmenni. Tíunduð verða dæmi um þessi áhrif í dagskrárliðnum „Ungmenni sem læra af hinum eldri.“

Af hverju eigum við að leita kappsamlega að fólgnum fjársjóðum núna? Af því að Jehóva opinberar leynda hluti. Í lokaræðunni, „Jehóva opinberar djúp sannindi stig af stigi,“ verður bent á hvað hann hefur opinberað að fornu og nýju. Það mun styrkja ásetning okkar að halda áfram að ‚rannsaka djúp Guðs.‘

Gerðu strax ráðstafanir til að sækja mótið. Þeir sem vilja tákna vígslu sína til Jehóva með niðurdýfingarskírn ættu að láta umsjónarmann í forsæti vita tímanlega. Það sem við fáum að heyra mun styrkja einlæga löngun okkar til að rannsaka orð Guðs. Misstu því ekki af þessari sérstöku andlegu fræðsludagskrá!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila