Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.99 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 6. desember
  • Vikan sem hefst 13. desember
  • Vikan sem hefst 20. desember
  • Vikan sem hefst 27. desember
  • Vikan sem hefst 3. janúar
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 12.99 bls. 2

Þjónustusamkomur

Héðan í frá verður dagskrá fyrstu þjónustusamkomu næsta mánaðar höfð með í Ríkisþjónustu yfirstandandi mánaðar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir hugsanlega röskun vegna tafa á afhendingu Ríkisþjónustu okkar til safnaðanna.

Vikan sem hefst 6. desember

Söngur 207

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

15 mín: „Líktu eftir óhlutdrægni Jehóva.“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum. Útskýrið hvað óhlutdrægni merkir, hvernig Jehóva sýnir óhlutdrægni og hvernig við getum gert það í boðunarstarfinu. — Sjá Insight on the Scriptures, 1. bindi, bls 1192, gr. 4-7.

20 mín: „Höfum við ekki heyrt þetta áður?“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Bjóðið áheyrendum að segja frá því hvernig endurtekning hefur auðveldað þeim að skilja og meta sannleikann. — Sjá Varðturninn á ensku 15. júlí 1995, bls. 21-2, og á íslensku 1. febrúar 1994, bls. 20-1, gr. 10-12.

Söngur 218 og lokabæn.

Vikan sem hefst 13. desember

Söngur 168

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Komið með tillögur um hvernig svara megi hátíðarkveðjum háttvíslega. Bendið á hvernig nota megi bókina Mesta mikilmenni og Biblíusögubókina með góðum árangri í boðunarstarfinu yfir jólahátíðina.

15 mín: „Guðveldisskólinn árið 2000.“ Ræða skólahirðis. Greinið frá eftirfarandi breytingum í námsskrá næsta árs. Verkefni nr. 3 verður byggt á efni úr „Bible Topics for Discussion“ í Nýheimsþýðingunni. Í verkefni nr. 4 verður áfram fjallað um biblíupersónur í Insight on the Scriptures (Innsýnarbókinni) en síðustu þrjá mánuði ársins verðar ræðurnar byggðar á „Bible Topics for Discussion.“ Verkefni sem merkt eru með # á helst að úthluta bróður. Hvetjið alla til að fylgja hinni vikulegu biblíulestraráætlun og gera skólaverkefnum sínum góð skil.

20 mín: „Hvað geturðu sagt við trúleysingja?“ Spurningar og svör. Tilgreinið ýmsar ástæður fyrir því að margir hafa glatað guðstrúnni. Komið með tillögur um leiðir til að ræða við trúleysingja og rökræða við þá um tilvist Guðs. Sviðsetjið eina eða tvær stuttar kynningar. Nánari upplýsingar er að finna í Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni), bls. 145-51, og Mankind’s Search for God (Leit mannkyns að Guði), 14. kafla.

Söngur 220 og lokabæn.

Vikan sem hefst 20. desember

Söngur 219

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Látið nokkra boðbera segja stuttar, nýlegar og viðeigandi frásagnir úr boðunarstarfinu.

15 mín: Að bregðast við samræðutálmum. Umræður við áheyrendur og sviðsettar kynningar. Lesið ‚athugasemdina‘ á bls. 7-8 í Biblíusamræðubæklingnum. Veljið tvo eða þrjá samræðutálma á bls. 8-12 eða notið aðra sem algengir eru á starfssvæðinu. Takið fyrir nokkrar tillögur um viðbrögð við þeim og skoðið hvernig þær geta komið að góðum notum á svæðinu. Sviðsetjið nokkrar þeirra stuttlega. Bjóðið áheyrendum að segja frá samræðutálmum sem þeir hafa yfirstigið með góðum árangri.

20 mín: Ætti ég að þiggja atvinnu sem tengist trúfélagi? Ræða öldungs byggð á Varðturninum 1. maí 1999, bls. 29-30. Sumir hafa þegið slíka atvinnu en síðar komist að raun um að það samrýmist ekki meginreglum Biblíunnar. Farið yfir spurningar sem við þurfum að íhuga áður en ákvörðun er tekin um atvinnu með einhverjum trúartengslum. Hvetjið alla til að gera sitt besta til að vera í góðu áliti hjá Jehóva. — 2. Kor. 6:3, 4, 14-18.

Söngur 109 og lokabæn.

Vikan sem hefst 27. desember

Söngur 166

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Ef söfnuðurinn breytir um samkomutíma um áramótin skulið þið hvetja alla til að sækja samkomurnar reglulega áfram á nýja tímanum, láta biblíunemendur og áhugasama vita af breytingunum og byrja að nota boðsmiða með nýja samkomutímann. Minnið alla á að skila inn starfsskýrslum fyrir desember.

15 mín: Staðbundnar þarfir.

20 mín: Eldri bækur boðnar í janúar. Ræða með sviðsettum kynningum. Sýnið eldri bækurnar þrjár, sem bjóða á í janúar (Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans), og hvetjið boðbera til að verða sér úti um eintök fyrir starfið meðan birgðir safnaðarins endast. Útskýrið hvers vegna þessar eldri bækur koma enn að góðum notum við að glæða áhuga á Biblíunni. Bendið á umræðuefni og myndir í þeim sem mætti nota til að koma af stað samræðum. Sviðsetjið eina eða tvær kynningar. Þar sem áhugi er fyrir hendi mætti nota Kröfubæklinginn til að koma af stað biblíunámskeiði.

Söngur 224 og lokabæn.

Vikan sem hefst 3. janúar

Söngur 10

8 mín: Staðbundnar tilkynningar.

17 mín: Lærðu að svara hverjum manni. (Kól. 4:6) Ræða og umræður við áheyrendur. Reasoning on the Scriptures (Rökræðubókin) er frábært hjálpargagn til að koma biblíusannindum á framfæri við aðra. Undir millifyrirsögninni „If Someone Says —“ (Ef einhver segir — ) í lok flestra kafla bókarinnar eru svör sem við getum grípið til við algengum mótbárum og spurningum húsráðenda um trúarskoðanir okkar. Ræðið athugasemdirnir um Biblíuna á bls 64-8 og hvernig svörin við þeim geta komið að góðum notum.

20 mín: Hvað felst í því að ‚merkja‘ þá sem lifa óreglulega? (2. Þess. 3:6, 14) Ræða hæfs öldungs byggð á Varðturninum á ensku 15. júlí 1999, bls. 29-31.

Söngur 56 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila