Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 13. mars
Söngur 118
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
15 mín: „Við boðum fagnaðarerindi.“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið síðan yfir greinina með spurningum og svörum. Bendið á jákvætt biblíuumræðuefni úr Þekkingarbókinni til að nota þegar hún er boðin í starfinu.
20 mín: „Verður apríl 2000 besti mánuðurinn til þessa?“ (Greinar 1-11) Spurningar og svör. Tilgreinið hámarkstölu aðstoðarbrautryðjenda í söfnuðinum síðustu ár. Fáið einhverja af þeim hópi til að segja frá því hvernig þeir nutu góðs af auknu starfi. Hvetjið safnaðarmenn til vinna að nýju hámarki aðstoðarbrautryðjenda í apríl. Rifjið upp kröfurnar í bókinni Organized To Accomplish Our Ministry (Þjónustubókinni), bls. 113-14. Boðberar, sem vilja sækja um aðstoðarbrautryðjandastarf, geta fengið umsóknareyðublað að samkomu lokinni.
Söngur 187 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. mars
Söngur 21
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: „‚Hvað get ég gert?‘“ Bóknámsstjóri ræðir efnið við einn eða tvo safnaðarþjóna. Aðstæðna vegna finnst sumum þeir lítið geta lagt af mörkum til safnaðarstarfsins. Nefnið nokkur dæmi um það sem allir geta gert til að styrkja söfnuðinn og efla starf Guðsríkis. Ljúkið með hvatningarorðum byggðum á efninu „Share in a Final Report.“ — Sjá bókina Organized To Accomplish Our Ministry (Þjónustubókina), bls.108-10.
20 mín: „Verður apríl 2000 besti mánuðurinn til þessa?“ (Greinar 12-18) Spurningar og svör. Sviðsetjið stuttlega hvernig bjóða megi kunningja á minningarhátíðina. Farið yfir aprílmánuð á Dagatali votta Jehóva 2000 og greinið frá samkomum fyrir boðunarstarfið í mánuðinum. Minnið alla á að gera sér raunhæfa stundaskrá svo að þeir geti tekið sem mestan þátt í starfinu þennan mánuðinn og stuðlað þannig að 100 prósent þátttöku safnaðarins. Hvetjið alla sem vettlingi geta valdið til að vera aðstoðarbrautryðjendur og verða sér úti um umsóknareyðublað að samkomu lokinni.
Söngur 65 og lokabæn.
Vikan sem hefst 27. mars
Söngur 119
8 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að skila starfsskýrslum fyrir mars. Lesið upp nöfn þeirra sem verða aðstoðarbrautryðjendur í apríl. Bendið á að enn sé ekki of seint að sækja um. Greinið frá öllum samkomum fyrir boðunarstarfið sem ráðgert er að halda í mánuðinum. Hvetjið alla til að fara út í starfið um helgina og byrja mánuðinn vel. Við ætlum að bjóða stök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Bendið á gott umræðuefni í einni grein í hvoru blaði um sig sem nota mætti með góðum árangri í kynningarorðum. Allir ættu að hafa Kröfubækling meðferðis og reyna að nota hann til að koma af stað biblíunámskeiði hjá áhugasömum.
10 mín: „Biddu um hjálp.“ Ræða öldungs með þátttöku áheyrenda. Útskýrið hvernig við þurfum öll á einhverri aðstoð að halda af og til. Við eigum að sjálfsögðu hvert og eitt að bera eigin byrðar. (Gal. 6:5) En þegar við ráðum ekki við það eigum við ekki að hika við að leita hjálpar þroskaðra safnaðarmanna. Bjóðið áheyrendum að segja frá því hvernig vingjarnleg hjálp annarra hefur uppörvað þá.
17 mín: „Að svara spurningum um blóðgjafir.“ Farið yfir greinina með spurningum og svörum. Sviðsetjið tvö dæmi um skynsamleg svör. Spurningar, athugasemdir og sýnidæmi er að finna í bréfi til öldungs í forsæti.
10 mín: Árbókin 2000 skoðuð. Ræðið um og farið með áheyrendum yfir efnið „1999 Grand Totals“ á bls. 31. Fjallið einnig um bréf hins stjórnandi ráðs á bls. 3-5. Biðjið nokkra að segja frá því hvernig þeir hyggjast fylgja hvatningunni eftir.
Söngur 195 og lokabæn.
Vikan sem hefst 3. apríl
Söngur 72
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og starfsfrásagnir. Notið nýlegar frásagnir af starfssvæðinu sem hvetja aðra til þátttöku í boðunarstarfinu.
17 mín: „Nám í bókinni Spádómur Daníelsbókar.“ Spurningar og svör. Fjallið stuttlega um það gagn sem við munum hafa af því að kynna okkur Daníelsbók. (Sjá 1. kafla, 15.-17. grein í Spádómur Daníelsbókar.) Hvetjið alla til að sækja safnaðarbóknámið að staðaldri.
18 mín: Ætti ég skýra frá alvarlegri synd? Alvöruþrungin ræða öldungs sem einkum er beint til unga fólksins. Mörg vandamál hafa skotið upp kollinum í þjóðfélagi nútímans sem hafa skaðleg áhrif á ungt fólk: hnignandi siðferði, vaxandi ofbeldi, eiturlyfjafíkn og virðingarleysi fyrir yfirvöldum. Sumir unglingar lifa tvöföldu lífi og fela ranga breytni sína. Þetta er alvarleg ógnun við andlega velferð alls safnaðarins. Sumir gerast sekir um alvarlegar syndir og vilja leyna þeim. Hvað áttu að gera ef þú kemst að því að bróðir eða systir í söfnuðinum hefur gert eitthvað sem er alvarlegt brot á lögum Guðs? Ræðið meginregluna í 3. Mósebók 5:1. (Sjá Varðturninn á ensku 15. ágúst 1997, bls. 27-30 eða kennsluræðudrög fyrir vikuna 12. apríl 1999.) Vísið í bókina Spurningar unga fólksins, bls. 68-9 og útskýrið hvað gera eigi við slíkar aðstæður.
Söngur 68 og lokabæn.