Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 13. nóvember
Söngur 4
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
13 mín: Spurningakassinn. Ræða öldungs.
22 mín: „Glæddu áhugann sem Guðsríkisfréttir nr. 36 vekja.“ Farið yfir 1.-5. grein með spurningum og svörum. Greinið frá hvaða ráðstafanir verði gerðar til að koma út fréttaritum sem eftir eru. Farið yfir endurheimsóknartillögurnar í 7. og 8. grein og látið sviðsetja þær. Leggið áherslu á að boðberar fylgi öllum áhuga eftir og reyni að koma af stað biblíunámskeiðum. Ljúkið með því að fjalla um 9. grein og ritningarstaðina sem vísað er til.
Söngur 63 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. nóvember
Söngur 111
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: Frásagnir af dreifingu Guðsríkisfrétta nr. 36. Greinið frá því hvernig herferðin gengur. Hafa einhverjir tekið þátt í boðunarstarfinu í fyrsta sinn? Segið frá jákvæðum ummælum húsráðenda. Tókst einhverjum boðberum að koma af stað biblíunámskeiðum? Fáið þá til að segja frá eða sviðsetja hvernig þeir fóru að. Minnið alla á að glæða áhugann sem er fyrir hendi.
20 mín: „Haltu áfram boðuninni.“ Ræða og viðtöl. Sumir hafa tilheyrt skipulagi Jehóva alla ævi og sýnt þrautseigju í boðunarstarfinu. Þjónustan hefur verið þeim gleðigjafi af því að þeir hafa haft jákvætt hugarfar. (Sjá Þekkingarbókina, bls. 179, gr. 20, og Varðturninn 1. október 1992, bls. 20-1 gr. 14-15.) Biðjið gamalreyndan boðbera að segja frá því hvers vegna hann hafi haldið ótrauður áfram í boðunarstarfinu.
Söngur 141 og lokabæn.
Vikan sem hefst 27. nóvember
Söngur 153
5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslum fyrir nóvember. Ritatilboðið í desember er Þekkingarbókin.
10 mín: Við lifum þýðingarmikla tíma. Ræða öldungs byggð á enska Varðturninum 15. nóvember 1996, bls. 22-3.
15 mín: Blöðin missa ekki gildi sitt. Hvað gerirðu þegar eldri tölublöð af Varðturninum og Vaknið! fara að safnast fyrir? Sumir boðberar henda þeim af því að þeir halda að efnið hafi ekki lengur gildi. Ríkisþjónusta okkar í september 1993 hvatti okkur til að hafa alltaf meðferðis nokkur eldri tölublöð og bjóða þau þegar við á. Við getum haft með okkur tímabærar greinar sem höfða til karla, kvenna, sérmenntaðs fólks, aldraðra og unglinga og síðan boðið þau þegar færi gefst. Sýnið hvernig velja megi greinar og kynna fyrir öðrum. Komið með frásögur um boðbera sem hefur tekist að dreifa eldri blöðum.
15 mín: Hvernig get ég haft hemil á sjónvarpsglápinu? Öldungur ræðir við ungan bróður sem horfir á sjónvarpið í nokkrar klukkustundir á dag. Bróðirinn staðhæfir að það sé skaðlaust, að það sé bara afþreying og hafi ekki neikvæð áhrif á sig. Öldungurinn fer yfir aðalatriði 36. kafla bókarinnar Spurningar unga fólksins. Hann bendir á að óhóflegt sjónvarpsáhorf gleypi dýrmætan tíma sem annars mætti nota til einkanáms, boðunarstarfs eða safnaðarstarfs. Bróðirinn ungi er þakklátur fyrir ráðleggingarnar og segist ætla að breyta sjónvarpsvenjum sínum svo að hann njóti góðs af andlega.
Söngur 175 og lokabæn.
Vikan sem hefst 4. desember
Söngur 189
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. „Hvað áttu að segja við símsvara?“
15 mín: Staðbundnar þarfir.
20 min: „Orð í tíma töluð.“ Umræður við áheyrendur með sviðsettum kynningum. Margir eiga erfitt með að koma af stað samræðum og halda ranglega að þeir þurfi að búa yfir einhverri sérstakri hæfni til að ná árangri. Útskýrið hvernig allir, ungir sem aldnir , geta komið af stað samræðum ef þeir leggja sig fram. Farið yfir kynningartillögurnar, leggið áherslu á einfaldleika þeirra og látið tvo eða þrjá boðbera sviðsetja þær. Vísið í Ríkisþjónustu okkar í mars 1998 en þar eru fleiri kynningar sem nota má. Hvetjið bræður til að vera jákvæða svo að þeir verði glaðari í boðunarstarfinu.
Söngur 218 og lokabæn.