Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. nóvember
„Hvernig er hægt að skýra fyrir börnum eða öðrum af hverju illskan í heiminum er svona mikil? [Gefðu kost á svari.] Biblían svarar spurningunni: ‚Hver stendur að baki illskunni?‘ [Lestu 1. Jóhannesarbréf 5:19.] Í þessu tölublaði Varðturnsins er varpað ljósi á það hver hinn vondi er og hvernig við getum staðið gegn honum.“
Vaknið! otkóber-desember
„Margir halda að trú og vísindi eigi í stríði. Sumir telja jafnvel að það sé óhugsandi að vísindalega þenkjandi maður trúi á Guð. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Nýjasta tölublað Vaknið! fjallar um athyglisverða hlið á þessu máli.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Í þessum bæklingi er námsefni sem nær yfir grundvallarkenningar Biblíunnar. Á hverri blaðsíðu má finna svör við spurningum sem hafa valdið mönnum hugarangri öldum saman. Eitt dæmi er spurningin: Hver er tilgangur Guðs með jörðina?“ Flettu upp á 5. kafla og lestu spurningarnar í upphafi kaflans. Spyrðu húsráðandann hver þeirra honum finnist áhugaverðust og lestu því næst tilheyrandi tölugrein(ar) og flettu upp viðeigandi ritningarstöðum. Útskýrðu að jafnauðvelt sé að finna fullnægjandi svör við hinum spurningunum. Leggðu til að þú komir aftur til að ræða aðra spurningu.