Kunngerum sannleikann um Jesú
1 Smurðir kristnir menn hafa það verkefni að vitna um Jesú og þeir fá aðstoð frá félögum sínum, öðrum sauðum. (Opinb. 12:17) Þetta er mikilvægt verkefni þar sem hjálpræði er aðeins mögulegt fyrir milligöngu Jesú. — Jóh. 17:3; Post. 4:12.
2 „Vegurinn, sannleikurinn og lífið“: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ sagði Jesús. „Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Jóh. 14:6) Við getum eingöngu nálgast Guð í bæn og átt samband við hann fyrir atbeina Jesú, sem er „vegurinn.“ (Jóh. 15:16) Jesús er „sannleikurinn“ í þeim skilningi að spádómar og ‚skuggar‘ hebresku ritninganna rættust á honum. (Jóh. 1:17; Kól. 2:16, 17) Meginmarkmið sannra spádóma er að varpa ljósi á hið mikilvæga hlutverk sem hann hefur að fullna tilgang Guðs. (Opinb. 19:10) Og Jesús er „lífið.“ Allir, sem vilja öðlast eilíft líf, verða að iðka trú á lausnarfórn hans. — Jóh. 3:16, 36; Hebr. 2:9.
3 Höfuð og ríkjandi konungur: Fólk verður einnig að viðurkenna það mikla framkvæmdavald sem Jehóva hefur falið syni sínum. Jesús hefur verið skipaður konungur Guðsríkis — „þjóðirnar ganga honum á hönd.“ (1. Mós. 49:10) Jehóva hefur auk þess útnefnt hann höfuð safnaðarins. (Ef. 1:22, 23) Við verðum að hjálpa biblíunemendum okkar að skilja hvernig Jesús hefur umsjón með söfnuðinum og notar hinn ,trúa og hyggna þjón‘ til að sjá fyrir andlegum „mat á réttum tíma.“ — Matt. 24:45-47.
4 Miskunnsamur æðsti prestur: Jesús fékk að reyna prófraunir og þjáningar þegar hann var maður og því „er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.“ (Hebr. 2:17, 18) Það er mjög uppörvandi fyrir ófullkomna menn að vita að Jesús skilur veikleika þeirra og biður hlýlega fyrir þeim. (Rómv. 8:34) Vegna lausnarfórnar Jesú og æðstaprestsþjónustu hans getum við nálgast Jehóva „með djörfung“ til að fá ‚hjálp á hagkvæmum tíma.‘ — Hebr. 4:15, 16.
5 Megi það sem við leggjum á okkur til að kunngera öðrum sannleikann um Jesú knýja þá til að hlýða og þjóna honum ásamt okkur. — Jóh. 14:15, 21.