Að kynna bókina Nálægðu þig Jehóva
◼ Vertu með Biblíuna í hendinni og segðu: „Margir sem trúa á Guð hafa orð á því að þeir vildu gjarnan eiga nánara samband við hann. Vissirðu að Guð hvetur okkur til að nálgast sig? [Lestu Jakobsbréfið 4:8.] Þessi bók getur hjálpað fólki að nota Biblíuna til að nálægja sig Guði.“ Lestu 1. greinina á bls. 16.
◼ Vertu með Biblíuna í hendinni og segðu: „Ranglætið er mjög útbreitt nú á dögum eins og er lýst hérna í Biblíunni. [Lestu Prédikarann 8:9b.] Mörgum er spurn hvort Guði sé yfirhöfuð annt um okkur. [Lestu fyrstu tvær málsgreinarnar í 4. tölugrein á bls. 119.] Í þessum kafla er varpað ljósi á það hvers vegna Guð hefur leyft ranglætið um tíma.“