Geymið
Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
Notaðu eftirfarandi tillögur þegar þú undirbýrð kynningu á ritum sem eru tilboð mánaðarins.
Nálægðu þig Jehóva
„Margir sem trúa á Guð myndu vilja eiga nánara samband við hann. Vissir þú að Guð hvetur okkur til þess? [Lestu Jakobsbréfið 4:8.] Þessi bók getur hjálpað fólki að nota Biblíuna til að styrkja sambandið við Guð.“ Lestu fyrstu efnisgreinina á bls. 16.
„Það er mikið óréttlæti í heiminum nú á tímum. Þessu er vel lýst hérna. [Lestu Prédikarann 8:9b.] Margir velta jafnvel fyrir sér hvort Guði standi á sama um óréttlætið. [Lestu fyrstu tvær setningarnar í grein 4 á bls. 119.] Í þessum kafla er útskýrt hvers vegna Guð hefur umborið óréttlætið um tíma.“
Er til skapari sem er annt um okkur?
„Hvar getum við fundið góð ráð til að hjálpa okkur að leysa erfið vandamál? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Matteus 7:28, 29.] Þarna er lýst þeim áhrifum sem fjallræða Jesú hafði á fólk. Það er athyglisvert að skoða hvað ýmsir hafa sagt um fjallræðuna. [Vitnaðu í ummæli á bls. 152.] Í þessum kafla er fjallað um ævi og kennslustarf Jesú.“
„Hefurðu einhvern tíma spurt þig: Ef Guð er til á hann þá eftir að binda enda á þjáningarnar og óréttlætið í heiminum? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Opinberunarbókina 21:3, 4.] Í þessari bók er útskýrt hvað Guð mun gera til að lina þjáningar manna og uppræta orsök þeirra.“ Sýndu kafla 10.
Haltu vöku þinni!
„Margir hafa áhyggjur af alvarlegum vandamálum og átakanlegum atburðum sem eru orðnir daglegt brauð. [Nefndu dæmi.] Vissirðu að þessir atburðir eru hluti af tákni sem sýnir að Guðsríki fer bráðum að ríkja yfir jörðinni? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan viðeigandi ritningarstað eins og Matteus 24:3, 7, 8; Lúkas 21:7, 10, 11 eða 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.] Í þessum bæklingi kemur fram hvers vegna það er sérstaklega mikilvægt núna að vera vakandi fyrir merkingu þessara atburða.“
„Þegar hörmungar dynja yfir eða fólk verður fyrir miklum missi spyrja margir hvers vegna Guð skerist ekki í leikinn og komi í veg fyrir það. Biblían fullvissar okkur um að Guð muni brátt taka í taumana og lina þjáningar mannkynsins. [Lestu Opinberunarbókina 14:6, 7.] Taktu eftir hvaða þýðingu dómur Guðs mun hafa fyrir mannkynið. [Lestu 2. Pétursbréf 3:10, 13.] Þessi bæklingur veitir nánari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni.“
Þekking sem leiðir til eilífs lífs
„Myndir þú vilja búa í fallegu umhverfi eins og þessu ef þér gæfist kostur á því? [Sýndu myndina á bls. 4-5 og gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað orð Guðs segir að við þurfum að gera til að fá að lifa að eilífu við slíkar aðstæður. [Lestu Jóhannes 17:3.] Þessi bók getur hjálpað þér að afla þér þekkingar sem leiðir til eilífs lífs.“ Spyrðu viðmælandann hvort þú megir koma aftur til að fara yfir fyrstu fimm efnisgreinarnar í 1. kafla.
Hafðu bókina opna á bls. 188-89 og spyrðu húsráðandann spurningarinnar í myndatextanum: „Vonast þú til að lifa í paradís þegar jörðin er full af þekkingu á Guði? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Jesaja 11:9.] Í þessari bók kemur fram hvað Biblían segir um paradís og hvað við þurfum að gera til að fá að búa við slíkar aðstæður.“ Spyrðu viðmælandann hvort þú megir koma aftur til að fara yfir greinar 11-16 í 1. kafla.
Lærum af kennaranum mikla
„Heldurðu að heimurinn væri betri ef fólk færi eftir því sem stendur hérna? [Lestu Matteus 7:12a og gefðu síðan kost á svari.] Í þessari bók er að finna margt af því sem besti kennari sögunnar kenndi.“ Beindu athyglinni að myndum og myndatextum í 17. kafla.
„Flestir foreldrar reyna að kenna börnunum góð gildi. Telur þú að það sé mikilvægt? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Orðskviðina 22:6.] Taktu eftir að foreldrar eru hvattir til að kenna börnunum frá unga aldri. Þessi bók er samin til að auðvelda þeim það.“ Beindu athyglinni að myndum og myndatextum í 15. eða 18. kafla.
„Spurningar barnanna koma foreldrum oft á óvart. Ertu ekki sammála því að það er oft erfitt að svara spurningum þeirra? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Efesusbréfið 6:4.] Þessi bók getur hjálpað foreldrum að veita börnum sínum góð svör.“ Beindu athyglinni að nokkrum myndum og myndatextum í 11. og 12. kafla eða 34. til 36. kafla.
Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
„Margir hafa áhyggjur af því hve algeng afbrot og ofbeldi eru orðin. Heldur þú að einhver hafi raunverulega lausn á þeim vanda? [Gefðu kost á svari.] Guð er með lausn á honum.“ Flettu upp á bls. 196 og lestu og farðu nokkrum orðum um Orðskviðina 2:21, 22 í grein 19. Sýndu fyrirsögn 16. kaflans og bjóddu bókina.
Flettu upp á bls. 6 og segðu: „Margir halda að þessi fallega jörð og lífið á henni hafi orðið til af tilviljun. Hvað heldur þú að sé skynsamleg skýring á því hvernig þetta allt varð til? [Gefðu kost á svari.] Það er óhemjumargt sem staðfestir frásögn Biblíunnar af skapara sem er voldugur og þykir mjög vænt um okkur. Hann er hinn sanni Guð og hann heitir Jehóva.“ Lestu Opinberunarbókina 4:11 og segðu stuttlega frá því að það sé fyrirætlun hans að breyta allri jörðinni í paradís.
Mesta mikilmenni sem lifað hefur
„Á þessum árstíma hugsar fólk gjarnan um Jesú. Þegar menn hugsa um allt það slæma sem gerist í heiminum spyrja margir hvort Jesú sé virkilega annt um mennina. Hvað heldur þú?“ Gefðu kost á svari. Flettu upp á 24. kafla og ræddu stuttlega um hvers vegna Jesús kom til jarðarinnar. Lestu síðan Jóhannes 15:13 og leggðu áherslu á hve mikinn kærleika Jesús sýndi fólki.
„Þegar minnst er á Jesú Krist hugsa margir um hann annaðhvort sem smábarn eða sem þjáðan, deyjandi mann. Menn hugsa aðeins um fæðingu hans og dauða en gefa minni gaum að því sem hann sagði og gerði. Það sem hann kom til leiðar hefur hins vegar áhrif á alla sem lifað hafa. Þess vegna er nauðsynlegt að kynna okkur vel hvað hann gerði fyrir okkur.“ Lestu Jóhannes 17:3. Flettu upp á fyrstu blaðsíðunni í inngangsorðunum og lestu fjórðu efnisgreinina.
Hvers krefst Guð af okkur?
„Heldurðu að Guð hafi ætlað að láta okkur búa við vandamál eins og þau sem við sjáum núna allt í kringum okkur? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Matteus 6:10.] Hefurðu hugleitt hvað ríki Guðs er í raun og veru?“ Flettu upp á 6. kaflanum og lestu spurningarnar í upphafi kaflans. Byrjaðu samræður um efnið eða spyrðu viðmælandann hvort þú megir koma aftur til að ræða betur um málið.
„Þrátt fyrir miklar tækniframfarir halda sjúkdómar og dauði áfram að valda mönnunum miklum þjáningum og sorg. Veistu hvað Jesús mun gera fyrir sjúka, aldraða og jafnvel hina dánu?“ Gefðu kost á svari. Ef viðmælandinn vill fá að vita svarið skaltu fletta upp á 5. kaflanum og lesa spurninguna við greinar 5-6. Ræddu um greinarnar eða spyrðu viðmælandann hvort þú megir koma aftur til að fjalla betur um málið.
Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
„Hvar heldur þú að við getum leitað hjálpar til að takast á við álag lífsins? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Rómverjabréfið 15:4.] Biblían er innblásin af Guði og hún leiðbeinir okkur, hughreystir og veitir von sem getur styrkt okkur þegar við verðum fyrir erfiðleikum. Í þessari bók eru hagnýtar ráðleggingar um það hvernig við getum haft sem mest gagn af biblíulestri.“ Bentu á þau fimm atriði sem nefnd eru á bls. 27.
„Allt frá dögum Jesú hafa margir beðið um að Guðsríki komi. Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvað það þýðir fyrir mannkynið að Guðsríki komi? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Daníel 2:44.] Í þessari bók er útskýrt hvað Guðsríki er, hverju það kemur til leiðar og hvernig við getum notið góðs af réttlátri stjórn þess.“ Bentu á myndina á bls. 84-85.
Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
„Sumir telja að þjáningarnar og óréttlætið í heiminum sé Guði að kenna. Þeir hugsa sem svo að almáttugur Guð myndi binda enda á þjáningar okkar ef hann bæri í raun umhyggju fyrir okkur. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari.] Sálmur 72:12-14 sýnir greinilega að Guð ber umhyggju fyrir okkur. Þjáningar og óréttlæti eru ekki honum að kenna. Hann hefur lofað að óguðlegir verði brátt afmáðir. Í þessum bæklingi kemur fram hvað hann mun gera og hvernig það verður okkur til góðs.“ Þú gætir haldið áfram með því að ræða um grein 22 á blaðsíðu 27.
Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?
„Mörgum reynist erfitt að finna raunverulegan tilgang í lífinu. Sumir eru auðvitað hamingjusamir að vissu marki en flestir verða þó fyrir vonbrigðum og þjáningum á lífsleiðinni. Heldur þú að Guð hafi viljað að líf mannsins yrði þannig? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir fram á að Guð vill að við lifum í heimi eins og þessum.“ Bentu á myndina á blaðsíðu 21 og flettu síðan upp á blaðsíðu 25 og 26, greinum 4-6 og ræddu um loforð Guðs. Berðu fram eftirfarandi spurningu sem þið getið rætt þegar þú kemur næst: „Hvernig getum við verið viss um að Guð standi við loforð sín?“
„Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“
„Hvað heldurðu að þurfi að gerast til að öll jörðin líti svona út?“ Gefðu kost á svari. Bentu á sumt af því sem sést á myndinni og lýst er á blaðsíðu 3. Segðu því næst: „Flestum finnst ótrúlegt að heimurinn geti orðið svona. En Guð getur komið þessu til leiðar. [Bentu á nokkur atriði í grein 43 og lestu síðan Jesaja 9:6, 7.] Guð hefur lofað að skapa nýjan heim þar sem fólk allra þjóða fær að búa í paradís. Ég vildi gjarnan að þú læsir þennan bækling. Í honum kemur fram hvernig Guð getur veitt þér og fjölskyldu þinni dásamlega framtíð.“