Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.06 bls. 6
  • (1) Spurning, (2) ritningarstaður og (3) kafli

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • (1) Spurning, (2) ritningarstaður og (3) kafli
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvað geturðu sagt um blöðin?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Hvernig getum við boðið bókina Hvað kennir Biblían?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvað geturðu sagt um blöðin
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 1.06 bls. 6

(1) Spurning, (2) ritningarstaður og (3) kafli

Einföld leið til að bjóða bókina Hvað kennir Biblían? er að (1) spyrja viðhorfsspurningar, (2) lesa viðeigandi ritningarstað og (3) benda á spurningarnar í upphafi þess kafla sem fjallar um efnið. Ef húsráðandi sýnir áhuga gætirðu fengið að sýna honum hvernig biblíunámskeið fer fram og notað greinarnar í upphafi kaflans. Þessari aðferð má bæði beita til að hefja biblíunámskeið í fyrstu heimsókn og í endurheimsókn.

◼ „Heldurðu að við mennirnir getum kynnst alvöldum skapara okkar eins og sagt er hér í Biblíunni?“ Lestu Postulasöguna 17:26, 27 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 1. kafla.

◼ „Heldurðu að við getum fundið þá huggun og von sem hér er lýst þrátt fyrir vandamál nútímans?“ Lestu Rómverjabréfið 15:4 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 2. kafla.

◼ „Myndirðu koma á þessum breytingum ef þú gætir?“ Lestu Opinberunarbókina 21:4 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 3. kafla.

◼ „Heldurðu að börnin okkar muni einhvern tíma búa við þær aðstæður sem lýst er í þessum sálmi?“ Lestu Sálm 37:10, 11 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 3. kafla.

◼ „Heldurðu að þessi orð eigi einhvern tíma eftir að rætast?“ Lestu Jesaja 33:24 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 3. kafla.

◼ „Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvort hinir dánu viti hvað við erum að gera?“ Gefðu kost á svari. Lestu síðan Prédikarann 9:5 og sýndu 6. kafla.

◼ „Heldurðu að við eigum einhvern tíma eftir að sjá látna ástvini okkar aftur eins og Jesús lofaði?“ Lestu Jóhannes 5:28, 29 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 7. kafla.

◼ „Hvað heldurðu að þurfi að gerast til að vilji Guðs verði gerður hér á jörðinni eins og á himni, eins og segir í faðirvorinu?“ Lestu Matteus 6:9, 10 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 8. kafla.

◼ „Heldurðu að við lifum á þeim tíma sem talað er um í þessum spádómi?“ Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-4 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 9. kafla.

◼ „Sumir velta fyrir sér hvers vegna vandamál mannkyns virðast fara versnandi. Gæti þetta kannski verið ástæðan?“ Lestu Opinberunarbókina 12:9 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 10. kafla.

◼ „Hefur þig langað til að fá svar við spurningum eins og þessari?“ Lestu Jobsbók 21:7 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 11. kafla.

◼ „Heldurðu að það stuðli að farsæld fjölskyldunnar að fylgja þessum ráðum?“ Lestu Efesusbréfið 5:33 og gefðu kost á svari. Sýndu síðan 14. kafla.

Skrá má námskeiðið á starfsskýrsluna ef það hefur verið haldið í tvö skipti eftir að sýnt hefur verið hvernig námskeiðið fer fram og ástæða er til að ætla að það muni halda áfram.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila