Sýnið þakklæti ykkar
1 Þó að við lifum á ,örðugum tíðum‘ höfum við margar ástæður til að vera Jehóva þakklát. (2. Tím. 3:1) Við erum þakklátust fyrir að hann gaf ástkæran son sinn fyrir okkur. (Jóh. 3:16) Auk þess fáum við andlega fæðu í ríkum mæli á meðan þeir sem tilheyra fölskum trúarbrögðum svelta í andlegum skilningi. (Jes. 65:13) Við tilheyrum alþjóðlegu bræðrafélagi og fáum einstakt tækifæri til að taka þátt í því spennandi starfi að efla sanna tilbeiðslu. (Jes. 2:3, 4; 60:4-10, 22) Hvernig getum við sýnt að við erum Jehóva þakklát fyrir þær blessanir sem hann úthellir yfir okkur? — Kól. 3:15, 17.
2 Gleðileg þjónusta unnin af heilum huga: Þegar Páll postuli ræddi um efnislegar gjafir sagði hann: „Guð elskar glaðan gjafara.“ (2. Kor. 9:7) Þessa frumreglu má einnig heimfæra upp á þjónustu okkar við Guð. Við sýnum þakklæti með því að hafa brennandi áhuga á sannleikanum, vera dugleg í boðunarstarfinu, hafa ánægju af safnaðarsamkomum og njóta þess að gera vilja Guðs. — Sálm. 107:21, 22; 119:14; 122:1; Rómv. 12:8, 11.
3 Í lögmáli Ísraelsmanna til forna var ekki tilgreint nákvæmlega hvað ákveðnar fórnir áttu að vera miklar. Hver og einn gat sýnt þakklæti sitt með því að gefa „eftir þeirri blessun sem Drottinn“ hafði veitt honum. (5. Mós. 16:16, 17) Það er svipað nú á tímum. Ef við erum þakklát í hjarta leggjum við okkur fram um að boða Guðsríki og gera menn að lærisveinum í eins miklum mæli og aðstæður leyfa. Sumarmánuðirnir gefa okkur oft aukin tækifæri til að sýna þakklæti. Sumir nýta vinnu- eða skólafrí og aukna dagsbirtu til að nota meiri tíma í boðunarstarfinu og gerast jafnvel aðstoðarbrautryðjendur. Getur þú átt meiri þátt í boðunarstarfinu í sumar?
4 Auðug að þakklátsemi: Bænin er mjög mikilvæg leið til að tjá Jehóva þakkir. (1. Þess. 5:17, 18) Orð Guðs hvetur okkur til að vera ,auðug að þakklátsemi‘. (Kól. 2:7) Jafnvel þótt við séum mjög upptekin eða undir miklu álagi ættum við alltaf að muna eftir því að þakka Jehóva daglega í bænum okkar. (Fil. 4:6) Já, við skulum því „þakka Guði“ innilega í bænum okkar og með því að fara í boðunarstarfið. — 2. Kor. 9:12.