Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.05 bls. 1
  • Árangursrík biblíunámskeið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Árangursrík biblíunámskeið
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Að stjórna heimabiblíunámi
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – síðari hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 1.05 bls. 1

Árangursrík biblíunámskeið

5. hluti: Hvað á að fara yfir mikið efni í hverri námsstund?

1 Þegar Jesús kenndi lærisveinunum tók hann mið af getu þeirra og kenndi þeim aðeins það „sem þeir gátu numið“. (Mark. 4:33; Jóh. 16:12) Þeir sem kenna orð Guðs nú á dögum verða einnig að meta á hvaða hraða sé best að fara yfir námsefnið. Það fer töluvert eftir getu og aðstæðum kennarans og nemandans.

2 Byggðu upp sterka trú: Sumir nemendur þurfa tvær eða þrjár námsstundir til að meðtaka það sem aðrir skilja auðveldlega eftir eina námsstund. Það skiptir meira máli að nemandinn skilji efnið vel en að hann komist yfir það á sem skemmstum tíma. Allir nemendur þurfa að hafa góðan grunn að nýfundinni trú sinni á orði Guðs. — Orðskv. 4:7; Rómv. 12:2.

3 Notaðu þann tíma sem þarf í hverri viku til að hjálpa nemandanum að skilja og taka við því sem hann lærir af orði Guðs. Gættu þess að fara ekki svo hratt yfir efnið að nemandinn hafi ekki fullt gagn af því. Gefðu þér nægan tíma til að beina athygli að aðalatriðum og ræða um helstu ritningarstaðina sem kennslan byggist á. — 2. Tím. 3:16, 17.

4 Farðu ekki út af sporinu: Þó að við eigum ekki að hraða okkur í gegnum efnið viljum við ekki heldur fara út af sporinu. Ef nemandanum hættir til að tala mikið um persónuleg mál gætum við þurft að sjá til þess að það sé gert eftir námsstundina. — Préd. 3:1.

5 Þar sem við höfum brennandi áhuga á sannleikanum gætum við líka sjálf þurft að passa upp á að tala ekki of mikið í námsstundinni. (Sálm. 145:6, 7) Það getur verið gagnlegt að benda einstöku sinnum á viðbótarefni eða frásögu. Slíkt má hins vegar ekki verða svo mikið eða langdregið að það komi í veg fyrir að nemandinn fái nákvæma þekkingu á grundvallarkenningum Biblíunnar.

6 Við getum hjálpað biblíunemendum að ganga „í ljósi Drottins“ ef við förum yfir hæfilega mikið efni í hverri námsstund. — Jes. 2:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila