Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 10. janúar
Söngur 223
10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið tillöguna neðst á bls. 8.
15 mín.: „Nærður af orði trúarinnar.“a Lesið og ræðið ritningarstaði sem vísað er til eins og tími leyfir.
20 mín.: „Notaðu sveigjanlegar aðferðir.“ Umræður við áheyrendur um bls. 6 í viðaukanum. Sýnið tvö dæmi um hvernig hægt er að nota þessa aðferð með tilboði mánaðarins. Í bæði skiptin les boðberinn ritningarstað sem snertir vandamál sem húsráðandi nefnir.
Söngur 143 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. janúar
Söngur 34
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín.: Unglingar — takið þið framförum í trúnni? Ræða öldungs byggð á Varðturninum 1. maí 2003, bls. 8-10. Nefnið raunhæf markmið sem hægt er að ná og hvetjið unglinga til að setja sér ákveðin andleg markmið.
20 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið — 5. hluti.“b Sviðsetjið samtal þar sem reyndur boðberi ræðir við nýjan boðbera um hvernig hægt sé að forðast gildrurnar sem talað er um í grein 4-5.
Söngur 87 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. janúar
Söngur 163
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Farið stuttlega yfir rammagreinina „Myndefni á DVD-diski.“
10 mín.: Spurningakassinn. Ræða.
25 mín.: „Hvernig ættum við að nota kynningartillögur?“c Notið námsspurningarnar. Nefnið að á bls. 3-5 í viðaukanum sé að finna kynningar fyrir rit sem við eigum eftir að nota. Geymið viðaukann og notið hann allt árið. Farið fyrst yfir greinina og ræðið síðan hvernig við getum boðið Nálægðu þig Jehóva í febrúar. Sýnið tvær kynningar. Þær má byggja á tillögunum á bls. 3 eða á öðrum tillögum sem myndu virka vel á safnaðarsvæðinu.
Söngur 200 og lokabæn.
Vikan sem hefst 31. janúar
Söngur 157
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila starfsskýrslum fyrir janúar. Notið tillögurnar á bls. 8 eða aðrar raunhæfar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. febrúar og Vaknið! janúar-mars.
15 mín.: Staðbundnar þarfir.
20 mín.: Rannsakar þú ritningarnar daglega? Ræða með þátttöku áheyrenda út frá formálanum í Rannsökum daglega ritningarnar 2005. Ræðið hvernig það er gott fyrir alla að nota fáeinar mínútur á hverjum degi til að lesa og hugleiða vers dagsins og skýringuna við það. Biðjið einn eða tvo fyrir fram um að segja frá hvernig þeir hafa vanið sig á að fara yfir dagstextann og hvernig það hefur verið gagnlegt. Ljúkið með stuttri umfjöllun um árstextann fyrir árið 2005.
Söngur 184 og lokabæn.
Vikan sem hefst 7. febrúar
Söngur 97
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín.: Kennum nýjum að elska Guð og náungann. Ræða byggð á Varðturninum 1. ágúst 2004, bls. 15, gr. 7-9. Leggið áherslu á að hver og einn í söfnuðinum á sinn þátt í að aðstoða nýja að verða lærisveinar Krists.
20 mín.: Jehóva synjar þeim engra gæða. (Sálm. 84:12) Eigið viðtal við fáeina bræður og systur sem hafa verið trúföst þrátt fyrir prófraunir. Hvaða vandamálum hafa þau staðið frammi fyrir? Hvernig hafa þau tekið á þeim? Hvaða gleði og umbun hafði það í för með sér?
Söngur 104 og lokabæn.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.