Sýnum persónulegan áhuga með því að prédika án hlutdrægni
1 Í sýn sá Jóhannes postuli engil fljúga um háhvolf himins og boða eilífan fagnaðarboðskap „sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð“. (Opinb. 14:6) Förum við eftir fordæmi engilsins með því að prédika án þess að fara í manngreinarálit? Við gætum ómeðvitað verið hlutdræg eða fordómafull. Viðhorf okkar til fólks, sem við hittum, getur haft áhrif á það hvernig við kynnum fagnaðarboðskapinn fyrir þeim. Við verðum því að sýna einlæga umhyggju þegar við prédikum fyrir fólki af ólíkum uppruna.
2 Leiddu hugann að starfssvæðinu: Eiga innflytjendur heima á starfssvæði þínu? Okkur gæti sést yfir aðflutt verkafólk sem býr í óhefðbundnu húsnæði. Eigðu frumkvæðið að því að heilsa upp á innflytjendur og reyndu að kynnast þeim betur. Hverjar eru þarfir þeirra og áhyggjur, hvað fellur þeim í geð og hvað ekki, hvað óttast þeir og hvaða ranghugmyndir hafa þeir? Reyndu að aðlaga kynninguna á fagnaðarboðskapnum að því. (1. Kor. 9:19-23) Eins og Páll postuli ættum við að líta á það sem skyldu okkar að kynna fagnaðarboðskapinn öllum á starfssvæði okkar, þar á meðal þeim sem eru frá framandi löndum, hafa ólíka menningu, tala annað tungumál eða eru vel efnum búnir. — Rómv. 1:14.
3 En hvernig er hægt að vitna fyrir þeim sem tala annað tungumál? Nýtum okkur bæklinginn Good News for People of All Nations (Fagnaðarerindi fyrir fólk af öllum þjóðum). Einnig er hægt að vera með smárit eða bæklinga á erlendum tungumálum sem eru algeng á starfssvæðinu. (Sjá Ríkisþjónustu okkar frá júlí 2003, bls. 4, gr. 2-3.) Auk þess hafa sumir boðberar lagt á sig að læra að heilsa á öðrum tungumálum og fara með einfaldar kynningar. Fólk er oft hrifið af að heyra einhvern reyna að tala við sig á tungumáli sínu þótt takmarkað sé og það gæti vakið áhuga þess á fagnaðarerindinu.
4 Líktu eftir Jehóva: Með því að ná til fólks af ólíkum uppruna erum við að líkja eftir Jehóva Guði sem er óhlutdrægur og „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. — 1. Tím. 2:3, 4.