Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.06 bls. 6
  • Það færir blessun að bjóða sig fúslega fram

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Það færir blessun að bjóða sig fúslega fram
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Aðstoðum við byggingarframkvæmdir
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Getur þú gefið af tíma þínum og kröftum?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Vottar Jehóva boða fagnaðarerindið af kostgæfni
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Biblíurit framleidd til að lofa Guð
    Vottar Jehóva — sameinaðir í að gera vilja Guðs um allan heim
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 12.06 bls. 6

Það færir blessun að bjóða sig fúslega fram

1. Hvernig sýndu Davíð og Nehemía fúsleika?

1 Þegar Golíat smánaði herfylkingar Ísraels hefði hvaða hermaður sem er getað farið og barist við hann. En ungur fjárhirðir bauð sig fram þótt hann hefði enga bardagaþjálfun. (1. Sam. 17:32) Þegar útlægu Gyðingarnir sneru aftur til Jerúsalem en tókst ekki að endurreisa borgarmúrana bauðst byrlari persakonungs til að yfirgefa háa stöðu sína í höllinni og ferðast til Jerúsalem til að skipuleggja verkið. (Nehem. 2:5) Jehóva blessaði Davíð og Nehemía fyrir að bjóða sig fúslega fram. — 1. Sam. 17:45, 50; Nehem. 6:15, 16.

2. Af hverju ættu kristnir menn að bjóða sig fúslega fram?

2 Fáir í heiminum nú á dögum sýna slíkan fúsleika. Fólk núna á þessum „síðustu dögum“ er mjög upptekið og margir eru „sérgóðir“. (2. Tím. 3:1, 2) Það er auðvelt að verða svo upptekinn af persónulegum hugðarefnum að maður horfi fram hjá tækifærum til að bjóða fram krafta sína í þágu annarra. En kristnir menn vilja líkja eftir Jesú sem átti gjarnan frumkvæðið að því að hjálpa öðrum. (Jóh. 5:5-9; 13:12-15; 1. Pét. 2:21) Hvernig getum við boðið okkur fúslega fram og hvaða blessanir hljótum við í kjölfarið?

3. Hvernig stuðlar fúsleiki að ánægjulegum safnaðarsamkomum?

3 Í þágu bræðra okkar: Við veitum öðrum ‚andlega náðargjöf‘ með því að bjóða okkur fram til að svara á safnaðarsamkomum þegar gert er ráð fyrir þátttöku áheyrenda. (Rómv. 1:11) Þannig heiðrum við Jehóva, festum sannleikann betur í huga okkar og hjarta og njótum samkomunnar betur. (Sálm. 26:12) Við getum líka boðist til að hlaupa í skarðið þegar forföll verða í boðunarskólanum. Það gerir okkur að færari kennurum.

4. Nefndu fleiri leiðir til að sýna fúsleika.

4 Bræður geta sýnt fúsleika með því að sækjast eftir ábyrgð í söfnuðinum. (Jes. 32:2; 1. Tím. 3:1) Allir geta stuðlað að því að mótin gangi vel fyrir sig með því að bjóðast til að aðstoða í hinum ýmsu deildum. Með því að bjóða farandhirðinum samstarf eða með því að bjóða honum í mat getum við „uppörvast saman“. (Rómv. 1:12) Og þegar við aðstoðum föðurlausa, ekkjur, sjúka, mæður með ungbörn og aðra í söfnuðinum veitir það okkur gleði og velþóknun Jehóva. — Orðskv. 19:17; Post. 20:35.

5. Hvaða störfum þurfa sjálfboðaliðar að sinna í tengslum við ríkissali?

5 Önnur leið til að bjóða fram tíma okkar og krafta er að aðstoða við þrif og viðhald á ríkissalnum. Og þar sem svo margir streyma inn til sannleikans er mikil þörf fyrir nýja ríkissali og sjálfboðaliða til að aðstoða við byggingu þeirra. Hjón nokkur buðust til að aðstoða byggingarnefndina á sínu svæði þótt þau hefðu litla reynslu af byggingarstörfum. Þau fengu þjálfun og núna aðstoða þau við að leggja múrsteina. Eiginkonan sagði: „Þar sem við vinnum svona náið með öðrum höfum við eignast mjög góða vini. Í lok dagsins erum við líkamlega þreytt en andlega endurnærð.“

6. Af hverju er boðunarstarfið mikilvægasta sjálfboðastarf sem við getum unnið?

6 Í boðunarstarfinu: Mikilvægasta sjálfboðastarfið, sem við getum unnið nú á dögum, er að boða fagnaðarerindið. Þegar fólk kynnist meginreglum Biblíunnar og heimfærir þær upp á líf sitt öðlast það tilgang í lífinu og styrk til að segja skilið við skaðlegar venjur. Það kynnist hinni dásamlegu framtíðarvon Biblíunnar. Þegar við fræðum fólk um Biblíuna sinnum við ánægjulegu sjálfboðastarfi sem getur verið öðrum til eilífrar blessunar. (Jóh. 17:3; 1. Tím. 4:16) Kannski höfum við tækifæri til að taka meiri þátt í þessu starfi með því að gerast aðstoðarbrautryðjendur eða brautryðjendur, flytja þangað sem þörfin er meiri eða læra nýtt tungumál.

7. Af hverju er sérstaklega mikilvægt að bjóða sig fúslega fram nú á dögum?

7 Davíð konungur spáði því að þegar Messías færi að ríkja kæmu þjónar Guðs „sjálfboða“. (Sálm. 110:3) Núna er Jehóva að hraða lokauppskerunni og því er mikið starf sem við getum fúslega boðist til að sinna. (Jes. 60:22) Hefur þú sagt: „Hér er ég, send þú mig“? (Jes. 6:8) Með því bjóða okkur fúslega fram gleðjum við Jehóva og uppskerum ríkulega blessun.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila