Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 8. janúar
Söngur 12
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að sjá myndina No Blood — Medicine Meets the Challenge (Læknismeðferð án blóðgjafar — þörfinni svarað) til að undirbúa sig fyrir umræðurnar á þjónustusamkomu í vikunni sem hefst 22. janúar.
15 mín.: Höfum gagn af Rannsökum daglega ritningarnar. Ræða og umræður við áhorfendur byggðar á formála Rannsökum daglega ritningarnar — 2007. Ræðið um nauðsyn þess að gefa sér fáeinar mínútur á hverjum degi til að fara yfir ritningastaðinn og skýringuna. Biðjið einn eða tvo fyrir fram um að segja frá hvernig og hvenær þeir fara yfir dagstextann og hvaða gagn þeir hafa af því. Ljúkið með því að ræða stuttlega um árstextann fyrir 2007.
20 mín.: Flytjum öllum fagnaðarerindið. Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á efni úr 9. kaflanum í Organized to Do Jehovah’s Will (Söfnuður skipulagður til að gera vilja Jehóva) sem finna má í viðaukanum á bls. 3-6.
Söngur 165 og lokabæn.
Vikan sem hefst 15. janúar
Söngur 93
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustunni.
15 mín.: Læturðu eitthvað aftra þér? Ræða öldungs byggð á Varðturninum 1. maí 2002, bls. 23-25.
20 mín.: „Ég hef ekki áhuga.“* Spyrjið áheyrendur, þegar farið er yfir grein 4, hvaða málefnum fólk á svæðinu hafi áhuga á. Sviðsetjið tvær stuttar kynningar um hvernig bregðast megi við samræðutálmum eins og „Ég hef ekki áhuga.“ — Sjá Biblíusamræðubæklinginn, bls. 8.
Söngur 135 og lokabæn.
Vikan sem hefst 22. janúar
Söngur 224
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Notið tillögurnar á bls. 8 eða aðrar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. febrúar og Vaknið! janúar-mars. Önnur sýnikennslan gæti verið endurheimsókn á blaðaleið.
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
25 mín.: „Hvernig er læknismeðferð í hæsta gæðaflokki?“ Í umsjón öldungs. Ræðið við áheyrendur um myndina No Blood — Medicine Meets the Challenge (Læknismeðferð án blóðgjafar — þörfinni svarað) og notið spurningarnar í greininni. Ljúkið með því að lesa síðustu efnisgreinina og hvetjið alla til að rifja upp Varðturnsgreinarnar sem vísað er til.
Söngur 188 og lokabæn.
Vikan sem hefst 29. janúar
Söngur 55
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn skýrslum um starfið í janúar. Nefnið ritatilboðið í febrúar og sviðsetjið eina kynningu.
20 mín.: „Ert þú viðbúinn náttúruhamförum?“* Í umsjón öldungs. Takið með efni úr Ríkisþjónustunni í nóvember 2005, bls. 3.
15 mín.: Stöndum við loforð okkar um að koma aftur. Ræða og umræður við áheyrendur byggðar á Varðturninum (á ensku) 15. september 1999, bls. 11. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig það hefur reynst vel að koma aftur eins og þeir höfðu lofað.
Söngur 137 og lokabæn.
Vikan sem hefst 5. febrúar
Söngur 3
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín.: Ég er vottur Jehóva. Ræða og umræður við áheyrendur. Sum börn og unglingar eiga erfitt með að segja að þeir séu vottar Jehóva vegna þess að þeir eru hræddir um að jafnaldrarnir geri grín að sér. En það er góð ástæða fyrir því að segja hver maður er. Kennarar, sem vita hverju þú trúir, eru líklegri til að virða trú þína og fara ekki fram á að þú takir þátt í einhverju óviðeigandi. Unglingar með slæmt siðferði munu síður sækjast eftir að eiga félagsskap við þig. Aðrir eiga þá líka auðveldara með að skilja afstöðu þína til þess að eiga kærasta/kærustu, þátttöku í skólaíþróttum eða félagslífi og svo framvegis. Þá kvíðir þig heldur ekki eins mikið fyrir því að vitna í skólanum eða hitta skólafélaga í boðunarstarfinu. (g02 3 bls. 20) Biðjið boðbera að segja frá hvaða gagn þeir höfðu af því að segja öðrum í skólanum að þeir væru vottar Jehóva. Undirbúa má einn eða tvo boðbera fyrir fram.
20 mín.: „Kærleikurinn er undirstaðan að árangursríku boðunarstarfi.“* Farið yfir efnið í Varðturninum 1. apríl 2003, bls. 30, gr. 16-17.
Söngur 83 og lokabæn.
* Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.