Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.07 bls. 8
  • Ert þú viðbúinn náttúruhamförum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ert þú viðbúinn náttúruhamförum?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Ertu viðbúinn?
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Hjálpum öðrum að halda út í erfiðleikum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Hvað segir Biblían um náttúruhamfarir?
    Biblíuspurningar og svör
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 1.07 bls. 8

Ert þú viðbúinn náttúruhamförum?

1. Hvers vegna er skynsamlegt að vera viðbúinn hamförum?

1 Árlega verða milljónir manna um heim allan, þar á meðal trúsystkini okkar, fyrir hamförum svo sem jarðskjálftum, skjálftaflóðbylgjum, monsúnvindum, fellibyljum, skýstrókum og flóðum. Náttúruhamfarir dynja óvænt yfir og gætu hent okkur öll. Þess vegna er skynsamlegt að vera viðbúinn. — Orðskv. 21:5.

2. Hvers vegna ættum við alltaf að láta öldungana fá nýjustu upplýsingar um heimilisfang okkar og símanúmer?

2 Viðbúnaður: Stundum geta yfirvöld varað við yfirvofandi hamförum. Mikilvægt er að gefa gaum að þessum viðvörunum. (Orðskv. 22:3) Við slíkar aðstæður reyna öldungarnir að hafa samband við alla í söfnuðinum til að hjálpa þeim að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Eftir að hamfarir hafa dunið yfir reyna öldungarnir líka að hafa samband við alla sem sækja samkomur til að athuga hvort þeir séu óhultir og til að kynna sér hvers konar aðstoðar er þörf. Dýrmætur tími getur glatast ef öldungarnir hafa ekki rétt heimilisfang og símanúmer. Þess vegna er mikilvægt fyrir boðbera að láta ritarann og bóknámsumsjónarmanninn fá nýjustu upplýsingar.

3. Hvernig getum við auðveldað öldungunum störf sín ef við búum á svæði þar sem náttúruhamfarir eru algengar?

3 Ef söfnuðurinn er á svæði þar sem náttúruhamfarir eru algengar geta öldungar beðið boðberana um nafn og símanúmer hjá ættingja eða vini sem býr ekki nálægt og hafa skal samband við í neyðartilfellum. Þetta gerir öldungunum kleift að hafa upp á þeim sem hafa flúið svæðið. Öldungarnir gætu líka útbúið neyðaráætlun fyrir söfnuðinn, svo sem einfaldan gátlista yfir neyðarbirgðir, sem fólk ætti að hafa handbærar, rýmingaráætlun og áætlun um hvernig aðstoða eigi fólk með sérþarfir. Það er mikilvægt að fylgja þessum kærleiksríku leiðbeiningum. — Hebr. 13:17.

4. Hvað ættum við að gera ef náttúruhamfarir dynja yfir okkar byggðarlag?

4 Eftir náttúruhamfarir: Hvað átt þú að gera ef náttúruhamfarir dynja yfir þitt byggðarlag? Sjáðu til þess að nauðþurftum fjölskyldunnar sé fullnægt. Hjálpaðu líka öðrum eftir bestu getu. Reyndu að hafa samband við bóknámsumsjónarmanninn eða annan öldung eins fljótt og auðið er. Það er nauðsynlegt þótt þú sért ekki í hættu og þarfnist ekki hjálpar. Ef þú þarfnast aðstoðar máttu treysta því að trúbræður þínir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa þér. (1. Kor. 13:4, 7) Mundu að Jehóva veit hvernig ástatt er fyrir þér. Treystu því að hann styrki þig. (Sálm. 37:39; 62:9) Vertu vakandi fyrir tækifærum til að styðja aðra andlega og tilfinningalega. (2. Kor. 1:3, 4) Taktu aftur upp andlegar venjur eins fljótt og hægt er. — Matt. 6:33.

5. Hvaða áhrif hefur hættan á náttúruhamförum á okkur sem kristna menn?

5 Þótt hættan á náttúruhamförum valdi miklum áhyggjum í heiminum getum við litið björtum augum til framtíðar. Brátt heyra allar hörmungar sögunni til. (Opinb. 21:4) En þangað til getum við gert raunhæfar ráðstafanir til að vera viðbúin erfiðleikatímum en jafnframt boðað öðrum fagnaðarerindið af dugnaði.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila