Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.07 bls. 4
  • Haltu ekki aftur af þér í biblíunámsstarfinu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu ekki aftur af þér í biblíunámsstarfinu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Talaðu orð Guðs af djörfung
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Amos
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Dauði þjóðar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Höfuðþættir bóka Jóels og Amosar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 11.07 bls. 4

Haltu ekki aftur af þér í biblíunámsstarfinu

1. Hvað er fólgið í því að „synja eigi góðs“ þeim sem búa á starfssvæði okkar?

1 Þegar við boðum Guðsríki af dugnaði og höldum ekki aftur af okkur ‚synjum við eigi góðs þeim‘ sem búa á starfssvæði okkar. (Orðskv. 3:27) Það eru ekki til betri fréttir að færa mannkyninu en um betri heim undir stjórn Guðs. Þú tekur kannski góðan þátt í að boða Guðsríki óformlega eða dreifa ritum. En hvernig væri að setja sér það markmið að halda biblíunámskeið, ef þú gerir það ekki nú þegar?

2. Hvers vegna gætu sumir veigrað sér við því að hefja biblíunámskeið?

2 Stundum erum við sjálf stærsta hindrunin í vegi fyrir því að halda biblíunámskeið. Sumir veigra sér við því vegna þess að þá skortir sjálfstraust eða sökum annríkis. Eftirfarandi tillögur geta verið þér hvatning til að halda ekki aftur af þér í biblíunámsstarfinu. — Matt. 28:19; Post. 20:20.

3. Hvers vegna erum við hæf til að fræða fólk um Biblíuna?

3 Lítið sjálfstraust: Kannski skortir þig sjálfstraust vegna þess þú ert lítið menntaður eða finnst einhverra hluta vegna að þú sért ekki hæfur til að stýra biblíunámskeiði. Dugmiklir boðberar á fyrstu öldinni voru „ólærðir leikmenn“. Hvað gerði þá færa um að kenna öðrum sannleikann? „Þeir höfðu verið með Jesú.“ (Post. 4:13) Þeir lærðu af Jesú, kennaranum mikla, en kennsla hans og kennsluaðferðir hafa verið varðveittar í Ritningunni handa okkur. Þó að þú hafi kannski ekki mikla menntun á veraldarvísu nýturðu einstakrar menntunar í andlegum málum. — Jes. 50:4; 2. Kor. 3:5.

4. Hvað getum við lært af fordæmi Amosar?

4 Jehóva notaði stundum spámenn til að segja ráðamönnum og öðrum í háum stöðum til syndanna. Sumir þessara spámanna, svo sem Amos, gátu ekki státað af hárri stöðu. Amos viðurkenndi: „Ég er enginn spámaður, og ég er ekki af spámannaflokki, heldur er ég hjarðmaður og rækta mórber.“ (Am. 7:14) En hann veigraði sér samt ekki við því að bera kálfadýrkandanum Amasía presti dómsboðskap Jehóva. (Am. 7:16, 17) Við megum aldrei gleyma því að við vinnum verk Guðs og hann sér til þess að við verðum fær um að sinna því starfi sem hann hefur falið okkur. — 2. Tím. 3:17.

5. Hvers vegna ættum við að reyna að hefja biblíunámskeið þó að við eigum annríkt?

5 Annir: Þó að þú eigir annríkt hefurðu eflaust tekið frá tíma til að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu. Það getur verið einn ánægjulegasti þáttur boðunarstarfsins að halda biblíunámskeið. Þér gefst einstakt tækifæri til að sjá orð Jehóva hafa áhrif á líf nemandans. (Hebr. 4:12) Jehóva gleðst þegar við fórnum einhverju til að aðstoða fólk svo að það „komist til þekkingar á sannleikanum“. (1. Tím. 2:4) Englarnir gleðjast jafnvel yfir því að sjá fólk iðrast fyrri lífsstefnu, taka framförum og gerast þjónar Guðs. — Lúk. 15:10.

6. Hvaða einstaka verkefni höfum við?

6 Guð „vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. (1. Tím. 2:4) Við njótum þess heiðurs að mega vinna í samræmi við vilja Guðs. Höldum því ekki aftur af okkur í biblíunámsstarfinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila