Spurningakassinn
◼ Er viðeigandi að merkja rit, sem við dreifum í boðunarstarfinu, með okkar eigin netfangi?
Sumir boðberar hafa merkt blöð eða smárit, sem þeir dreifa í boðunarstarfinu, með sínu eigin netfangi. Þeir sem þiggja ritin geta þá haft samband við boðberann til að fá frekari upplýsingar. Þetta er vafalaust gert í góðum tilgangi. Það ber þó að hafa í huga að opinbert vefsetur okkar er þegar gefið upp á bakhlið blaðanna og smárita. Það er því best að við merkjum ekki ritin með okkar eigin netfangi.
Hins vegar geta boðberar sjálfir ákveðið hvort þeir vilji láta húsráðendum í té upplýsingar á sérblaði um hvernig hægt sé að nálgast þá. Þetta á kannski sérstaklega við um þá sem við heimsækjum aftur. Við ættum samt að eiga frumkvæðið að því að hafa samband við þá sem sýna áhuga í stað þess að þeir þurfi að hafa samband við okkur. Við sýnum enn betur að við höfum áhuga á velferð viðmælanda okkar ef við tölum við þá augliti til auglitis.