Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.09 bls. 2
  • Ertu tilbúinn fyrir skólann?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ertu tilbúinn fyrir skólann?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Eru börnin þín undirbúin?
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Unglingar — notfærið ykkur skólagönguna
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Ætti ég að hætta í skóla?
    Vaknið! – 2011
  • Vertu ófeiminn við að boða trúna
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 8.09 bls. 2

Ertu tilbúinn fyrir skólann?

1. Hvaða tækifæri bíða þín þegar þú byrjar í skóla?

1 Hvort sem þú ert að skrá þig í fyrsta sinn í skóla eða ert búin að vera þar í einhver ár muntu mæta nýjum áskorunum og þrýstingi þegar skólinn byrjar. En þú færð líka ný tækifæri til að ‚bera sannleikanum vitni‘. (Jóh. 18:37) Ertu vel undirbúinn fyrir skólann og tilbúinn til að vitna um trú þína?

2. Hvernig hefurðu undirbúið þig fyrir skólann?

2 Þú hefur fengið kennslu frá Jehóva, foreldrum þínum og trúa og hyggna þjóninum svo að þér farnist vel á öllum sviðum lífsins. (Orðskv. 1:8; 6:20; 23:23-25; Ef. 6:1-4; 2. Tím. 3:16, 17) Þú veist eflaust nú þegar hvaða áskoranir bíða þín í skólanum. Undirbúðu þig fyrir að segja frá sannleikanum með því að þjálfa þig í að fara eftir vilja Guðs og afla þér upplýsinga um umhverfið sem þú ert að fara í. (Orðskv. 22:3) Skoðaðu gaumgæfilega biblíulegu leiðbeiningarnar sem hægt er að nálgast í tveim bindum bókarinnar Spurningar unga fólksins. Einnig er hægt að nálgast svipað efni í greinum í Vaknið!

3. Á hvaða hátt geturðu vitnað fyrir öðrum?

3 Þú hefur einstakt starfssvæði sem gefur þér margvísleg tækifæri til að bera sannleikanum vitni. Þegar aðrir sjá að þú ert til fyrirmyndar hvað varðar klæðnað, snyrtingu, hegðun og málfar, að þú sýnir bekkjarfélögum og kennurum tilhlýðilega virðingu, færð jafnvel góðar einkunnir og fólk verður þess áskynja að þú hefur traustan grundvöll í lífinu, gætu sumir spurt þig: „Hvers vegna ert þú öðruvísi?“ (Mal. 3:18; Jóh. 15:19) Þú gætir fengið tækifæri til að segja frá sannfæringu þinni. (1. Tím. 2:9, 10) Þú verður líklega fyrir áskorunum allt árið í sambandi við hátíðisdaga. Ef þú ert spurður hvers vegna þú tekur ekki þátt í þeim segirðu þá bara: „Það stangast á við trú mína, ég er vottur Jehóva“? Eða notarðu tækifærið til að segja frá Jehóva, kærleiksríkum föður þínum? Góður undirbúningur samkvæmt leiðbeiningum frá Jehóva hjálpar þér að vitna fyrir samnemendum þínum, kennurum og öðrum. — 1. Pét. 3:15.

4. Hvers vegna geturðu verið viss um að skólaárið eigi eftir að ganga vel?

4 Jafnvel þó að þér kvíði örlítið fyrir að byrja í skólanum veistu að þú hefur stuðning frá mörgum sem vilja að þér gangi vel í skólanum. Og við samgleðjumst þér vegna þess að þú hefur tækifæri til að segja öðrum frá sannleikanum á einstöku starfssvæði. Þú getur því verið upplitsdjarfur og tilbúinn fyrir skólann.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila