Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.98 bls. 1
  • Unglingar — notfærið ykkur skólagönguna

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Unglingar — notfærið ykkur skólagönguna
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Ertu tilbúinn fyrir skólann?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Nýttu þér skólann sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Ætti ég að hætta í skóla?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Vertu ófeiminn við að boða trúna
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 8.98 bls. 1

Unglingar — notfærið ykkur skólagönguna

1 Hvernig líst þér á að byrja aftur í skólanum eftir sumarleyfið? Ertu ákveðinn í að hafa gagn af nýju skólaári? Muntu nýta þér tækifærin sem bjóðast í skólanum til að segja bekkjarfélögum og kennurum frá sannleikanum? Við erum fullvissir um að þú viljir gera þitt besta í skólanum.

2 Vertu góður nemandi: Það verður þér til varanlegs gagns ef þú ert vel búinn undir kennslustundir og fylgist vel með. Vertu iðinn við að vinna heimaverkefnin en leyfðu ekki skólastarfi að trufla guðræðislega starfsemi. — Fil. 1:10.

3 Byrjaðu nýju skólaönnina á því að lesa bæklinginn Vottar Jehóva og menntun. Síðan ættir þú eða foreldrar þínir að gefa öllum kennurum þínum eintak. Láttu þá vita að þeim spurningum, sem þeir kunna að hafa, verði svarað. Það auðveldar þeim að skilja lífsreglur þínar og trúarskoðanir og vera þér innanhandar þegar þú notar það sem þér hefur verið kennt. Það fullvissar kennarana einnig um samstarfsvilja þinn og foreldra þinna er þeir leitast við að hjálpa þér að öðlast hagnýta menntun.

4 Vertu góður vottur: Væri ekki gott að líta á skólann sem einkasvæði þitt til að bera óformlega vitni? Þú færð einstök tækifæri til að bera vitni næstu skólaönn. Þú býrð yfir dásamlegri andlegri þekkingu sem getur gert „bæði . . . sjálfan þig hólpinn og áheyrendur þína“ þegar henni er komið á framfæri. (1. Tím. 4:16) Bæði þú og aðrir hafa gagn af ef þú ert til fyrirmyndar og berð vitni hvenær sem við á.

5 Ungur bróðir bar óformlega vitni fyrir nemendum í skólanum sínum. Meðal þeirra sem brugðust vel við voru kaþólskur unglingur, trúleysingi sem var vanur að hæðast að þeim sem trúðu á Guð, og drykkfelldur unglingur sem keðjureykti. Alls hjálpaði ungi bróðirinn 15 skólafélögum sínum til vígslu og skírnar!

6 Unglingar, leggið ykkur því fram um að læra og prédika á einstöku starfssvæði ykkar. Þannig hafið þið mest gagn af skólagöngunni.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila