Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.10 bls. 2
  • ,Matur á réttum tíma‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ,Matur á réttum tíma‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins á næsta þjónustuári
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Orð Guðs er kröftugt
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Nýtt fyrirkomulag á upprifjun mótanna
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Dagskrá sérstaka mótsdagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 8.10 bls. 2

,Matur á réttum tíma‘

1 Að loknum sérstökum mótsdegi verður okkur oft á orði: „Þetta var einmitt það sem okkur vantaði.“ Farandhirðir segir frá því að sumir á farandsvæðinu hafi lýst yfir löngun sinni til að taka meiri þátt í boðunarstarfinu eftir að hafa heyrt dagskrá síðasta mótsdags. Annar farandhirðir sagði: „Mótið hjálpaði okkur að sjá í skýru ljósi hvar við stöndum í tímans rás og endurskoða ákvarðanir okkar í lífinu.“ Og þriðja umsögnin var á þessa leið: „Margir boðberar segja að mótið hafi vakið þá til vitundar um að þeir þurfi að einbeita sér að því sem skipti mestu máli, það er að segja boðunarstarfinu.“ Hvaða gagn hafðir þú af sérstaka mótsdeginum?

2 Dagskrá næsta þjónustuárs á líka eftir að hitta beint í mark. Stef mótsdagsins er: „Leitaðu hælis hjá Jehóva“ og er sótt í Sálm 118:8, 9. Af ræðum, sem eru á dagskrá, má nefna: „Jehóva er vígi á neyðartímum“, „Hjálpum öðrum að leita skjóls undir vængjum Jehóva“, „Líktu eftir Jehóva og veittu öðrum skjól“, „Unglingar, setjið traust ykkar á Jehóva“ og „Andlega paradísin er athvarfið sem Jehóva gefur okkur“.

3 Til að njóta góðs af mótsdeginum: Þegar tilkynnt er hvenær eins dags mótið verður haldið skaltu gera ráðstafanir til að vera viðstaddur og bjóddu líka biblíunemendum þínum að koma. Til að „bera ávöxt með stöðuglyndi“ þurfum við að muna það sem við heyrum. (Lúk. 8:15) Hlustaðu því vel á dagskrána, skrifaðu hjá þér minnisatriði og punktaðu sömuleiðis hjá þér atriði sem þú ætlar að nota í lífi þínu og boðunarstarfi. Gefðu þér tíma fyrir og eftir mótið til að ræða efnið við fjölskylduna. Hugleiðið hvernig þið getið nýtt ykkur efnið.

4 Mótsdagurinn á þjónustuárinu 2011 hefur verið undirbúinn af kærleika og mikilli natni, rétt eins og holl og gómsæt máltíð. Megi Jehóva blessa viðleitni þína til að sækja mótið og njóta góðs af „mat á réttum tíma“ sem er borinn fram til að næra kristna boðbera. — Matt. 24:45.

[Spurningar]

1. Hvaða gagn höfðu margir boðberar af síðasta mótsdegi? En þú?

2. Um hvað verður fjallað á næsta mótsdegi?

3. Hvernig getum við haft sem mest gagn af því að sækja mótið?

4. Af hverju ættum við að hlakka til næsta mótsdags?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila