Biblían — nákvæm saga, áreiðanleg spádómsbók
Hvaða atburðir sýna fram á að Biblían sé sögulega nákvæm? Hvaða uppfylltu biblíuspádómar færa okkur heim sanninn um að spádómar varðandi framtíðina rætist einnig? Fjallað er um þessar spurningar í myndinni The Bible — Accurate History, Reliable Prophecy (Biblían — nákvæm saga, áreiðanleg spádómsbók), þriðju myndinni á mynddisknum The Bible — A Book of Fact and Prophecy (Biblían — bók staðreynda og spádóma). Geturðu svarað þessum spurningum eftir að hafa horft á hana?
(1) Frá hverjum koma hinar áreiðanlegu upplýsingar í Biblíunni? (Dan. 2:28) (2) Hvaða nákvæmu mynd dregur Biblían upp af Egyptalandi til forna og hvernig rættist spádómurinn í Jesaja 19:3, 4? (3) Hvernig staðfestir fornleifafræðin lýsingu Biblíunnar á Assýringum, konungum þeirra og eyðingu heimsveldisins? (Nah. 3:1, 7, 13) (4) Hvaða spádómar um Babýlon hafa ræst nákvæmlega? (Jer. 20:4; 50:38; 51:30) (5) Hvaða spádómur um Medíu-Persíu rættist? (Jes. 44:28) (6) Hvernig rættust orðin í Daníel 7:6 og 8:5, 8 á Grikklandi? (7) Hvernig rættist spádómurinn í Daníel 7:7 þegar Róm varð að heimsveldi? (8) Á hvaða rómversku keisara er minnst í Biblíunni? (9) Hvað þurftu kristnir menn að þola í stjórnartíð Nerós? (10) Hvernig rættust spádómarnir í Opinberunarbókinni 13:11 og 17:10? (11) Hver er áttundi konungurinn? (12) Hvernig sýnir myndin fram á sannleiksgildi orðanna í Prédikaranum 8:9? (13) Hvaða spádóma um framtíðina hlakkar þú til að sjá rætast? (14) Hvernig geturðu nýtt þér myndina til að hjálpa öðrum að sannfærast um að Biblían sé frá Guði?