Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.11 bls. 3-6
  • Nýtirðu þér fræðsluna frá Jehóva til fulls?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nýtirðu þér fræðsluna frá Jehóva til fulls?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Skólar í boði safnaðarins – sönnun þess að Jehóva elskar okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Menntun handa þjónum Guðsríkis
    Ríki Guðs stjórnar
  • Hvaða þjálfun fá vottar Jehóva?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Þjónustuþjálfunarskólinn — víðar dyr og verkmiklar
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 10.11 bls. 3-6

Nýtirðu þér fræðsluna frá Jehóva til fulls?

1. Hvernig lítur Jehóva á menntun?

1 Jehóva, hinn mikli „lærifaðir“, vill mennta okkur. (Jes. 30:20) Þegar hann hafði skapað frumgetinn son sinn byrjaði hann strax að kenna. (Jóh. 8:28) Jehóva hætti ekki að kenna eftir uppreisn Adams heldur hélt í kærleika sínum áfram að fræða ófullkomna menn. – Jes. 48:17, 18; 2. Tím. 3:14, 15.

2. Hvaða fræðslustarf er núna í fullum gangi?

2 Jehóva stýrir núna mesta fræðslustarfi allra tíma. Eins og Jesaja spáði streyma milljónir manna úr öllum heiminum upp á táknræna „fjallið, sem hús Drottins stendur á“. (Jes. 2:2) Til hvers fara þeir þangað? Til þess að Jehóva vísi þeim vegu sína og þeir fái fræðslu hjá honum. (Jes. 2:3) Á þjónustuárinu 2010 notuðu vottar Jehóva 1,6 milljarð klukkustunda til að vitna fyrir fólki og kenna því sannleikann. Auk þess er fræðsla veitt í rúmlega 105.000 söfnuðum um heim allan í hverri viku og trúi og hyggni þjónninn lætur okkur í té biblíutengd fræðslurit á meira en 500 tungumálum.

3. Hvernig hefur fræðslan, sem Jehóva veitir, verið þér til góðs?

3 Nýtum hana til fulls: Við höfum sannarlega notið góðs af fræðslunni frá Guði. Við vitum nú að Guð á sér nafn og að honum er annt um okkur. (2. Mós. 6:3, neðanmáls; 1. Pét. 5:6, 7) Við höfum fengið svör við nokkrum stærstu spurningum lífsins. Það eru spurningar eins og þessar: Hvers vegna þjáumst við og deyjum? Hvernig getum við fundið sanna hamingju? Hver er tilgangur lífsins? Jehóva hefur líka veitt okkur siðferðilega leiðsögn svo að okkur „farnist vel“. – Jós. 1:8.

4. (a) Nefndu nokkra skóla og námskeið sem standa þjónum Guðs til boða. (b) Af hverju við ættum að nýta okkur menntunina frá Jehóva sem best?

4 Jehóva hefur auk þess séð fyrir sérhæfðri menntun sem hjálpar mörgum að færa út kvíarnar í þjónustu sinni við hann. Á bls. 4-6 eru taldir upp skólar og námskeið sem sumir geta nýtt sér. Við höfum auðvitað ekki tækifæri til að mennta okkur í öllum þessum skólum. En notfærum við okkur samt til fulls þá menntun frá Jehóva sem stendur okkur til boða? Kennarar og aðrir reyna oft að fá ungt fólk okkar á meðal til að afla sér æðri menntunar í heiminum. Hvetjum við unga fólkið til að setja sér andleg markmið og afla sér æðstu menntunar sem hægt er að fá, menntunar frá Guði? Ef við nýtum okkur sem best fræðsluna frá Jehóva stuðlar það að ánægjulegu lífi núna og eilífu lífi í framtíðinni. – Sálm. 119:105; Jóh. 17:3.

Skólar og námskeið sem boðið er upp á í söfnuði Jehóva

Lestrarkennsla

• Markmið: Að kenna fólki að lesa og skrifa svo að það geti stundað sjálfsnám í Biblíunni og frætt aðra um sannleikann.

• Lengd: Eftir þörfum.

• Staður: Ríkissalur safnaðarins.

• Fyrir hverja: Boðbera og áhugasama.

• Umsókn: Safnaðaröldungar skipuleggja lestrarkennslu eftir þörfum á svæðinu og hvetja alla til að mæta sem hafa gagn af henni.

Boðunarskólinn

• Markmið: Að þjálfa boðbera fagnaðarerindisins í boðun og kennslu.

• Lengd: Ótakmörkuð.

• Staður: Ríkissalur safnaðarins.

• Fyrir hverja: Alla boðbera. Einnig fyrir þá sem mæta reglulega á samkomur, eru sammála kenningum Biblíunnar og fara eftir meginreglum hennar.

• Umsókn: Tala við umsjónarmann Boðunarskólans.

Tungumálanámskeið

• Markmið: Að kenna boðberum að boða fagnaðarerindið á erlendu tungumáli.

• Lengd: Fjórir til fimm mánuðir. Yfirleitt ein til tvær klukkustundir á laugardagsmorgnum.

• Staður: Oftast í nærliggjandi ríkissal.

• Fyrir hverja: Boðbera sem eru í góðu áliti í söfnuðinum og vilja prédika á erlendu máli.

• Umsókn: Deildarskrifstofan skipuleggur námskeið eftir þörfum svæðisins.

Bygging ríkissala

• Markmið: Að byggja eða endurnýja ríkissali. Þetta er ekki skóli en sjálfboðaliðar fá kennslu í ýmsum fögum til að geta aðstoðað við byggingarframkvæmdir.

• Lengd: Eftir aðstæðum sjálfboðaliðans.

• Staður: Á því svæði sem svæðisbyggingarnefndin hefur umsjón með. Sumum sjálfboðaliðum gæti verið boðið að taka þátt í hjálparstarfi eftir hamfarir annars staðar.

• Kröfur: Bræður og systur þurfa að vera skírð og hljóta samþykki öldungaráðsins. Þess er ekki krafist að þau séu faglærð.

• Umsókn: Fylltu út umsóknareyðublað (S-82) sem þú færð hjá öldungum safnaðarins.

Brautryðjandaskólinn

• Markmið: Að auðvelda brautryðjendum að,fullna þjónustu sína‘. – 2. Tím. 4:5.

• Lengd: Tvær vikur.

• Staður: Deildarnefndin ákveður staðsetningu, yfirleitt í ríkissal á hentugum stað.

• Kröfur: Að hafa verið brautryðjandi í að minnsta kosti ár.

• Umsókn: Brautryðjendur sem uppfylla kröfurnar fá boð frá farandhirðinum um að sækja skólann.

Skóli fyrir nýliða á Betel

• Markmið: Þessi skóli er ætlaður nýliðum á Betel til að stuðla að því að þeir verði farsælir í þjónustu sinni.

• Lengd: Klukkustund á viku í 16 vikur.

• Staður: Betel.

• Kröfur: Þurfa að tilheyra betelfjölskyldunni eða vera tímabundið á Betel í að minnsta kosti eitt ár.

• Umsókn: Betelítum, sem uppfylla kröfurnar, er boðið að sækja skólann.

Ríkisþjónustuskólinn

• Markmið: Að þjálfa öldunga og safnaðarþjóna í að sinna umsjónar- og ábyrgðarstörfum innan safnaðarins. (Post. 20:28) Skólinn er haldinn á nokkurra ára fresti að ákvörðun hins stjórnandi ráðs.

• Lengd: Á undanförnum árum hefur hann staðið í einn og hálfan dag fyrir öldunga en einn dag fyrir safnaðarþjóna.

• Staður: Yfirleitt í nærliggjandi ríkissal eða mótshöll.

• Kröfur: Að vera öldungur eða safnaðarþjónn.

• Umsókn: Öldungar og safnaðarþjónar fá boð frá farandhirðinum um að sækja skólann.

Skóli fyrir safnaðaröldungaa

• Markmið: Að hjálpa öldungum að sinna ábyrgðarstörfum sínum innan safnaðarins.

• Lengd: Fimm dagar.

• Staður: Ákveðinn af deildarskrifstofunni. Venjulega er hann haldinn í nærliggjandi ríkissal eða mótshöll.

• Kröfur: Að vera öldungur.

• Umsókn: Öldungar fá boð frá deildarskrifstofunni um að sækja skólann.

Skóli fyrir bræður í farandstarfi og eiginkonur þeirrab

• Markmið: Að stuðla að árangursríkara starfi farand- og umdæmishirða í söfnuðunum og hjálpa þeim að „leggja hart að sér við boðun og fræðslu“ og að gæta hjarðarinnar sem er í þeirra umsjá. – 1. Tím. 5:17; 1. Pét. 5:2, 3.

• Lengd: Tveir mánuðir.

• Staður: Ákveðinn af deildarskrifstofunni.

• Kröfur: Að vera farand- eða umdæmishirðir.

• Umsókn: Bræður í farandstarfi og eiginkonur þeirra fá boð frá deildarskrifstofunni um að sækja skólann.

Biblíuskóli fyrir einhleypa bræðurc

• Markmið: Að undirbúa einhleypa öldunga og safnaðarþjóna fyrir að taka á sig meiri ábyrgð. Flestir sem útskrifast úr þessum skóla eru sendir til að þjóna þar sem þörfin er meiri innanlands. Sumir gætu verið sendir til annarra landa ef þeir bjóðast til þess.

• Lengd: Tveir mánuðir.

• Staður: Ákveðinn af deildarskrifstofunni. Venjulega í nærliggjandi ríkissal eða mótshöll.

• Kröfur: Einhleypir bræður á aldrinum 23 til 62 ára sem eru við góða heilsu og vilja þjóna trúsystkinum og sinna boðunarstarfinu þar sem þörfin er meiri. (Mark. 10:29, 30) Þeir þurfa að hafa verið safnaðarþjónar eða öldungar í að minnsta kosti tvö ár.

• Umsókn: Ef boðið er upp á þennan skóla á vegum deildarskrifstofunnar ykkar er haldinn fundur fyrir áhugasama á svæðismótinu. Frekari upplýsingar eru veittar á þessum fundi.

Biblíuskóli fyrir hjónd

• Markmið: Að hjón fái sérstaka þjálfun til að geta komið að meira gagni í þjónustunni við Jehóva og söfnuð hans. Flest hjón, sem útskrifast úr þessum skóla, eru send til að þjóna þar sem þörfin er meiri innanlands. Sum hjón gætu verið send til annarra landa ef þau bjóðast til þess.

• Lengd: Tveir mánuðir.

• Staður: Fyrstu námskeiðin verða haldin við fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York. Síðar verður skólinn haldinn á fleiri stöðum, sem ákveðnir verða af deildarskrifstofum, yfirleitt í mótshöllum eða ríkissölum.

• Kröfur: Hjón á aldrinum 25 til 50 ára sem eru við góða heilsu. Þau þurfa að vera í aðstöðu til að geta flutt þangað sem þörf er á fleiri boðberum og hafa hugarfarið: „Hér er ég. Send þú mig.“ (Jes. 6:8) Þau þurfa auk þess að hafa verið gift í tvö ár og þjónað Jehóva í fullu starfi samfellt síðustu tvö árin.

• Umsókn: Ef boðið er upp á þennan skóla á vegum deildarskrifstofunnar ykkar er haldinn fundur fyrir áhugasama á sérstaka mótsdeginum. Frekari upplýsingar eru veittar á þessum fundi.

Biblíuskólinn Gíleað

• Markmið: Að þjálfa brautryðjendur og aðra boðbera í fullu starfi fyrir trúboðsstarf.

• Lengd: Fimm mánuðir.

• Staður: Fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York.

• Kröfur: Hjón sem hafa verið skírð í að minnsta kosti þrjú ár og eru 21 til 38 ára þegar þau senda fyrstu umsóknina. Þau þurfa að tala ensku, vera við góða heilsu, hafa verið gift í tvö ár og þjónað Jehóva í fullu starfi samfellt síðustu tvö árin. Bræður í farandstarfi, betelítar og brautryðjendur sem þjóna erlendis (þar með taldir þeir sem hafa stöðu trúboða) mega sækja um skólann ef þeir uppfylla kröfurnar. Það á einnig við um þá sem áður hafa sótt Þjónustuþjálfunarskólann, Biblíuskólann fyrir einhleypa bræður eða Biblíuskólann fyrir hjón.

• Umsókn: Í sumum löndum er haldinn fundur á umdæmismótinu fyrir þá sem hafa áhuga á skólanum. Ýtarlegri upplýsingar eru veittar á þessum fundi. Í löndum þar sem engir slíkir fundir eru haldnir geta þeir sem hafa áhuga skrifað til deildarskrifstofunnar til að fá upplýsingar.

Skóli fyrir bræður í deildarnefndum og eiginkonur þeirra

• Markmið: Að þjálfa þá sem þjóna í deildarnefndum til að geta betur sinnt umsjónarstörfum á betelheimilum, að sinna þörfum safnaðanna og hafa umsjón með farandsvæðum sínum og umdæmum. Þeir fá einnig leiðsögn í umsjón með þýðingum, prentun og ritasendingum, auk umsjónar með ýmsum deildum. – Lúk. 12:48b.

• Lengd: Tveir mánuðir.

• Staður: Fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York.

• Kröfur: Að sitja í deildarnefnd eða landsnefnd eða hafa verið boðið það verkefni.

• Umsókn: Bræður, sem uppfylla kröfurnar, og eiginkonur þeirra fá boð frá hinu stjórnandi ráði.

[Neðanmáls]

a Þessi skóli er ekki starfræktur í öllum löndum eins og er.

b Þessi skóli er ekki starfræktur í öllum löndum eins og er.

c Þessi skóli er ekki starfræktur í öllum löndum eins og er.

d Þessi skóli er ekki starfræktur í öllum löndum eins og er.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila