Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 5. mars
VIKAN SEM HEFST 5. MARS
Söngur 103 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
cl 18. kafli gr. 20-24, rammi á bls. 188 (25 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Jeremía 1-4 (10 mín.)
Nr. 1: Jeremía 3:14-25 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hvers vegna berum við nafn Guðs með stolti? – Jes. 43:12 (5 mín.)
Nr. 3: Biblían kennir ekki að allir hljóti hjálpræði – td 18C (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar.
10 mín.: Höfum gagn af Rannsökum daglega ritningarnar – 2012. Flytjið stutta ræðu um efni formálans. Biðjið áheyrendur síðan að segja frá hvernig og hvenær þeir fara yfir dagstextann og hvaða gagn þeir hafa af því. Ljúkið með því að ræða árstextann fyrir 2012.
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
10 mín.: Hvernig má bjóða Varðturninn og Vaknið! fyrir janúar-mars? Ræða með þátttöku áheyrenda. Notið eina eða tvær mínútur til að fara yfir nokkrar greinar í blöðunum sem gætu höfðað til fólks á safnaðarsvæðinu. Notið síðan forsíðugreinar Varðturnsins og biðjið áheyrendur að stinga upp á spurningum sem vekja áhuga og ritningarstöðum sem hægt væri að lesa. Gerið það sama með forsíðugreinar Vaknið! og eina grein í viðbót í öðru hvoru blaðinu ef tíminn leyfir. Sviðsetjið hvernig bjóða megi bæði blöðin.
Söngur 75 og bæn