Þú getur prédikað af sjálfsöryggi í fyrirtækjum
1. Af hverju ættum við ekki að örvænta ef okkur finnst fyrirtækjastarfið ógnvekjandi?
1 Finnst þér tilhugsunin að fara í fyrirtækjastarfið ógnvekjandi? Ef svo er þarftu ekki að örvænta því meira að segja Páll, sem var hugrakkur og óhræddur boðberi, átti stundum erfitt með að prédika. (1. Þess. 2:2) Lítum á þrennt sem margir kvíða fyrir þegar þeir fara í fyrirtækjastarfið og tillögur um hvernig hægt er að takast á við það.
2. Hvers vegna þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að trufla starfsmenn?
2 Verða starfsmennirnir pirraðir ef ég ónáða þá? Í mörgum fyrirtækjum felst starfið í að þjónusta aðra og starfsmenn gera þar af leiðandi ráð fyrir því að þurfa að sinna fólki. Þeir líta á þig sem mögulegan viðskiptavin og sýna þér eflaust kurteisi. Með því að vera vel til fara og koma fram við þá af hlýju og vinsemd eru meiri líkur á að þeir bregðist vel við.
3. Hvernig getum við forðast að ergja viðskiptavinina?
3 Þarf ég að fara með kynninguna fyrir framan marga viðskiptavini? Ef það er hægt ættirðu að reyna að koma í verslunina þegar það er lítið að gera, til dæmis rétt eftir opnun. Bíddu með að nálgast verslunarstjórann eða afgreiðslumanninn þar til hann er einn. Og reyndu síðan að hafa kynninguna stutta.
4. Hvað gætum við sagt í fyrirtækjastarfinu?
4 Hvað á ég að segja? Ef fleiri en einn stafsmaður er á staðnum ættirðu að tala við yfirmanninn. Þú gætir sagt: „Það er erfitt að finna verslunarfólk heima, þess vegna komum við hingað til þín. Ég veit að þú hefur nóg að gera svo að ég skal vera stuttorður.“ Til að fyrirbyggja allan misskilning um að við séum sölumenn er oftast best að minnast ekki á frjáls framlög nema auðvitað ef við erum spurð hvernig starf okkar er fjármagnað. Eftir því sem það á við gætirðu spurt verslunarstjórann um leyfi til að tala stuttlega við aðra starfsmenn. Endurtaktu kynninguna fyrir þá. Ef starfsmaðurinn virðist mjög upptekinn geturðu stytt kynninguna og skilið eftir blöð eða smárit. Ef þú færð ekki tækifæri til að tala við starfsmennina gætirðu kannski fengið leyfi til að skilja eftir lesefni á kaffistofunni eða öðrum hentugum stað.
5. Hvaða ástæður eru fyrir því að taka þátt í fyrirtækjastarfinu af fullum krafti?
5 Jesús og Páll prédikuðu með djörfung fyrir fólki á vinnustað þeirra og það getur þú líka gert. (Matt. 4:18-21; 9:9; Post. 17:17) Biddu Jehóva um aðstoð við að vera yfirvegaður og hugrakkur. (Post. 4:29) Það er sjaldan sem við komum að lokuðum dyrum á fyrirtækjasvæðinu svo væri ekki tilvalið að gefa þessu frjósama svæði tækifæri?