Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.12 bls. 7
  • Fimm leiðir til að koma af stað biblíunámskeiði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fimm leiðir til að koma af stað biblíunámskeiði
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Reynirðu að fá áhugasama til að vísa á aðra?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Árangursrík biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Allir í söfnuðinum geta hjálpað biblíunemendum til skírnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 10.12 bls. 7

Fimm leiðir til að koma af stað biblíunámskeiði

1. Hvað ættum við að gera ef það er erfitt að hefja biblíunámskeið á starfssvæðinu og hvers vegna?

1 Finnst þér erfitt að finna fólk sem er tilbúið til að þiggja biblíunámskeið? Haltu áfram að reyna. Jehóva blessar viðleitni þeirra sem gefast ekki upp á því að gera vilja hans. (Gal. 6:9) Hér á eftir eru fimm tillögur sem geta komið að gagni.

2. Hvenær getum við notað beinustu leiðina til að hefja biblíunámskeið?

2 Beinasta leiðin: Margir vita að við bjóðum tímaritin Varðturninn og Vaknið! en þeir vita kannski ekki að við bjóðum upp á biblíunámskeið. Hvernig væri að bjóða biblíunámskeið í fyrstu heimsókn? Við gætum líka spurt þá sem við heimsækjum aftur hvort þeir vilji þiggja biblíunámskeið. Ef þeir afþakka getum við samt haldið áfram að færa þeim lesefni og örva áhuga þeirra. Bróðir nokkur hafði farið til hjóna með blöðin í mörg ár. Eitt sinn þegar hann hafði látið þau fá nýjustu blöðin og var í þann mund að kveðja datt honum allt í einu í hug að spyrja: „Hefðuð þið áhuga á biblíunámskeiði?“ Hann var mjög hissa þegar þau þáðu boðið. Nú eru þessi hjón trúsystkini okkar.

3. Ættum við að gera ráð fyrir að öllum gestum, sem sækja samkomur, hafi verið boðið biblíunámskeið? Útskýrðu svarið.

3 Áhugasamt fólk sem sækir samkomur: Við ættum ekki að gera ráð fyrir að öllum gestum, sem sækja samkomur, hafi verið boðið biblíunámskeið. Bróðir nokkur segir: „Meira en helmingur biblíunemenda minna voru gestir sem komu á samkomu.“ Systir ein ákvað að tala við feimna konu en dætur hennar voru vottar og tilheyrðu söfnuðinum. Konan var búin að sækja samkomur í rúmlega 15 ár. Hún kom alltaf í ríkissalinn rétt áður en samkoman hófst og fór um leið og henni lauk. Hún þáði biblíunámskeið og lét um síðir skírast. Systirin skrifar: „Ég sé bara eftir því að hafa beðið í heil 15 ár með að bjóða henni biblíunámskeið.“

4. Hvernig getur ábending leitt til þess að við fáum að halda biblíunámskeið?

4 Ábending: Systir nokkur fer oft með öðrum þegar þeir halda biblíunámskeið. Í lok námsstundarinnar spyr hún nemandann, eftir að hafa fengið leyfi hjá kennaranum, hvort hann viti af fleirum sem gætu hugsað sér að þiggja biblíunámskeið. Þegar þú býður bókina Hvað kennir Biblían? gætirðu spurt: „Veistu um fleiri sem hefðu áhuga á að lesa þessa bók?“ Boðberar og brautryðjendur bjóða oft fólki á svæðinu upp á biblíunámskeið en hafa ekki alltaf tök á að halda þau. Láttu því aðra vita að þú hafir tíma til að annast biblíunámskeið.

5. Hvers vegna gæti verið gott að bjóða vantrúuðum mökum annarra biblíunámskeið?

5 Maki sem er ekki í trúnni: Eiga einhverjir í heimasöfnuði þínum maka sem er ekki í trúnni? Vel má vera að sá hinn sami vilji ekki tala um Biblíuna við trúaðan maka sinn en myndi þiggja aðstoð einhvers utan fjölskyldunnar við biblíunám. Til að vera viss um hvernig best sé að fara að er oft gott að byrja á því að ráðfæra sig við eiginmanninn eða eiginkonuna sem er í trúnni.

6. Hvernig getur bænin hjálpað okkur að hefja biblíunámskeið?

6 Bænin: Vanmetum ekki mátt bænarinnar. (Jak. 5:16) Jehóva lofar að hlusta á bænir okkar þegar þær samræmast vilja hans. (1. Jóh. 5:14) Bróðir nokkur, sem var önnum kafinn, fór að biðja til Jehóva um biblíunámskeið. Kona hans velti því fyrir sér hvort hann hefði nægan tíma til að annast biblíunemanda, sérstaklega ef sá hinn sami hefði við mörg vandamál að glíma. Hún tjáði Jehóva áhyggjur sínar í bæn og bað hann jafnframt um að hjálpa honum að stýra biblíunámskeiði. Um það bil tveimur vikum seinna var bænum þeirra svarað. Brautryðjandi í söfnuðinum hafði haft uppi á manni sem langaði til að kynna sér Biblíuna. Brautryðjandinn bað bróðurinn um að taka við biblíunámskeiðinu. Eiginkona bróðurins skrifar: „Ég segi við alla sem hafa það á tilfinningunni að biblíunámskeið sé þeim ofviða að nefna það í bænum sínum og hætta ekki að biðja fyrr en þeir fái svar. Sú gleði, sem við höfum notið, er meiri en ég hefði getað ímyndað mér.“ Ef þú sýnir þrautseigju gætir þú líka fengið að njóta þeirrar gleði sem fylgir því að stýra biblíunámskeiði og hjálpað einhverjum að finna,veginn er liggur til lífsins‘. – Matt. 7:13, 14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila