Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 27. maí
VIKAN SEM HEFST 27. MAÍ
Söngur 6 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
w08 15.3. bls. 27-29 gr. 11-21 (30 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Jóhannes 12-16 (10 mín.)
Nr. 1: Jóhannes 12:20-36 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hverjir verða reistir upp frá dauðum? – td 40D (5 mín.)
Nr. 3: Hvers vegna er viðeigandi að Jehóva sé nefndur „Guð friðarins“? – Rómv. 15:33 (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Hefjum biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í júní. Ræða. Sviðsettu sýnidæmi þar sem boðberi notar baksíðu Varðturnsins til að hefja biblíunámskeið. Hvettu alla til að reyna að hefja biblíunámskeið.
15 mín.: Vökvum það sem við höfum gróðursett. (1. Kor. 3:6-9) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á eftirfarandi spurningum: (1) Hvað finnst ykkur skemmtilegast við endurheimsóknir? (2) Af hverju finnst sumum erfitt að fara í endurheimsóknir? (3) Hvernig má yfirstíga slíkar hindranir? (4) Hvar getum við fengið hjálp ef okkur þykir erfitt að fara í endurheimsóknir? (5) Hvaða kerfi notarðu til að geyma upplýsingar um þá sem sýndu sannleikanum áhuga og til að muna hvað þið rædduð um, rit sem þú skildir eftir og önnur atriði? (6) Hvernig undirbýrðu þig fyrir endurheimsóknir? (7) Hvers vegna getur verið gott að taka frá tíma í hverri viku til að sinna endurheimsóknum?
10 mín.: „Notum myndböndin við kennsluna.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Spyrjið áheyrendur hvaða gagn þeir höfðu af myndböndunum okkar áður en þeir gerðust vottar.
Söngur 101 og bæn