Notum myndböndin við kennsluna
Þegar Jehóva kom mikilvægum upplýsingum til Abrahams og Jeremía lét hann sér ekki nægja að segja þeim hvað hann átti við heldur sýndi þeim það. (1. Mós. 15:5; Jer. 18:1-6) Við getum hjálpað nemendum okkar að skilja og ná tökum á sannleika Biblíunnar með því að nota sjónræn hjálpargögn, eins og til dæmis myndböndin okkar. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir um hvenær við getum sýnt myndböndin. Athugið að þetta eru aðeins tillögur því að ekki er hægt að setja alla nemendur undir sama hatt.
Bókin Hvað kennir Biblían?
◻ 1. kafli: Horfið á The Wonders of Creation Reveal Godʹs Glory við lok 17. greinar.
◻ 2. kafli: Horfið á Mankindʹs Oldest Modern Book við lok kaflans.
◻ 9. kafli: Horfið á Jehovah’s Witnesses – Organized to Share the Good News við lok 14. greinar.
◻ 14. kafli: Horfið á The Bible – Its Power in Your Life við lok kaflans.
◻ 15. kafli: Horfið á Our Whole Association of Brothers við lok 10. greinar.
Bókin „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
◻ 3. kafli: Horfið á Young People Ask – How Can I Make Real Friends? við lok 15. greinar.
◻ 4. kafli: Horfið á Respect Jehovah’s Authority við lok kaflans.
◻ 7. kafli: Horfið á No Blood – Medicine Meets the Challenge við lok 12. greinar.
◻ 9. kafli: Horfið á Warning Examples for Our Day við lok 6. greinar.
◻ 17. kafli: Horfið á ,Walk by Faith, Not by Sight‘ við lok kaflans.
Gætu nemendur þínir haft gagn af að horfa á einhver önnur myndbönd? Það gæti til dæmis verið trústyrkjandi fyrir þá sem þurfa að þola ofsóknir að horfa á Faithful Under Trials – Jehovah’s Witnesses in the Soviet Union eða Jehovah’s Witnesses Stand Firm Against Nazi Assault. Unglingar gætu haft gagn af myndbandinu Pursue Goals That Honor God og Young People Ask – What Will I Do With My Life? Skrifaðu hjá þér í bækurnar Hvað kennir Biblían? og „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ hvenær gott væri horfa á myndböndin með nemenda þínum eða lána honum eintak. Þegar við fáum ný myndbönd veltu þá fyrir þér hvernig þú gætir notað þau til að ná til hjarta biblíunemandans. – Lúk. 24:32.