Notið áhrifarík nýsigögn
1. Hvaða aðferðir notaði Jehóva oft til að kenna biblíuriturunum og með hvaða árangri?
1 Jehóva notaði stundum sýnir og drauma til að koma mikilvægum upplýsingum til þjóna sinna forðum. Við munum eftir hinum himneska stríðsvagni Jehóva í sýn Esekíels. (Esek. 1:1-28) Ímyndum okkur hvernig Daníel hlýtur að hafa verið innanbrjósts þegar hann fékk draumsýn um heimsveldin hvert af öðru. (Dan. 7:1-15, 28) Og hvað um hina mögnuðu opinberun sem Jóhannes postuli fékk um það sem átti að eiga sér stað „á Drottins degi“? (Opinb. 1:1, 10) Jehóva kenndi þessum mönnum með því að nota líflega liti og hraða atburðarás og það hafði varanleg áhrif á huga þeirra.
2. Hvaða nýsigögn getum við notað til að kenna öðrum sannleika Biblíunnar?
2 Á svipaðan hátt getum við notað myndböndin til að kenna öðrum sannleika Biblíunnar þannig að hann festist þeim í minni. Þau fjalla um fjölbreytt efni og vekja traust á Biblíunni, alheimssöfnuði Jehóva og meginreglum sem stuðla að kristilegu líferni. Lítum á nokkrar leiðir til að nota myndböndin í kennslunni. Hér á eftir eru nokkur dæmi.
3. Hvað geturðu notað til að beina biblíunemanda til safnaðarins?
3 Í boðunarstarfinu: Hefurðu sagt biblíunemanda frá heimsbræðrafélagi okkar? Sýndu honum þá myndbandið Our Whole Association of Brothers (Bræðrafélag okkar). Lánaðu honum það til að horfa á fyrir næstu námsstund eða horfðu á það með honum næst þegar þið hittist. Ræðið síðan upprifjunarspurningarnar sem eru í Ríkisþjónustu okkar í júní 2002.
4. Hvaða kennslugögn getur ungur vottur notað í skólanum?
4 Þið unglingar gætuð spurt kennara ykkar hvort þið mættuð sýna bekkjarsystkinunum heimildamyndirnar Staðfesta votta Jehóva í ofsóknum nasista eða Faithful Under Trials — Jehovah’s Witnesses in the Soviet Union (Trúfastir í prófraunum — Vottar Jehóva í Sovétríkjunum). Bjóðist til að útbúa spurningablað með hliðsjón af spurningum úr Ríkisþjónustu okkar í júní 2001 eða febrúar 2003 til að skapa umræður í bekknum.
5. Hvaða kennslugagn væri hægt að nota í fjölskyldunáminu?
5 Með fjölskyldu og vinum: Þið foreldrar, hugsið ykkur hve börnin hafa stækkað frá útgáfu myndbandsins Young People Ask — How Can I Make Real Friends? (Ungt fólk spyr — hvernig get ég eignast sanna vini?). Væri ekki tilvalið að horfa á það aftur í næsta fjölskyldunámi? Í Ríkisþjónustu okkar í apríl 2002 eru spurningar sem geta komið af stað fjörugum og einlægum umræðum.
6. Hvernig geturðu undirbúið uppbyggilega stund með vinum?
6 Eru einhverjir vinir í söfnuðinum sem þig hefur langað til að bjóða í heimsókn? Það yrði uppbyggilegt fyrir ykkur að horfa saman á myndbandið Respect Jehovah’s Authority (Virðum yfirvald Jehóva), sérstaklega ef þið athugið síðan hvað þið hafið lært með því að fara yfir spurningarnar í Ríkisþjónustu okkar í september 2004.
7. Við hvaða aðstæður væri hægt að nota myndböndin?
7 Önnur tækifæri: Hvernig geturðu á annan hátt notað þau tuttugu myndbönd sem söfnuðurinn hefur gefið út? Myndi það örva áhuga einhvers sem þú heimsækir reglulega ef þú sýndir honum eitt eða tvö þeirra? Gætirðu boðist til að sýna myndböndin á hjúkrunar- eða öldrunarheimilum? Gætu þau haft góð áhrif á ættingja, nágranna eða vinnufélaga sem eru ekki vottar? Myndböndin eru áhrifamikil, fræðandi og árangursrík nýsigögn. Notaðu þau í kennslunni.