Ræddu um eitt viðfangsefni en láttu húsráðanda fá bæði blöðin
Tímaritin okkar fjalla um fjölbreytileg og áhugaverð málefni. Í staðinn fyrir að reyna að sýna fólki allt sem þau hafa upp á að bjóða er betra að ræða aðeins um eitt viðfangsefni. Ef við erum eftirtektarsöm og þekkjum efni blaðanna getum við valið eitthvað úr Varðturninum eða Vaknið! sem vekur áhuga húsráðanda. Ef við sjáum til dæmis leikföng á heimilinu eða við húsið gætum við bent á grein um fjölskyldulíf. Ef karlmaður kemur til dyra gætir þú reynt að ræða um efni sem höfðar sérstaklega til karlmanna, eins og til dæmis hvað einkennir gott stjórnarfar. Þótt við ræðum bara um eitt viðfangsefni ættum við auðvitað að láta húsráðanda fá bæði blöðin ef hann sýnir áhuga.