Biblían er nytsöm til fræðslu
1. Hvert verður stef svæðismótsins þjónustuárið 2014 og við hvaða spurningu verður leitað svars á mótinu?
1 Jehóva, „lærifaðir“ okkar, er besti kennari í alheiminum. (Jes. 30:20, 21) En hvernig kennir hann okkur? Jehóva hefur séð okkur fyrir bók sem ber af öllum öðrum bókum – þetta er innblásið orð hans, Biblían. Hvernig getur fræðslan frá Guði orðið okkur til góðs líkamlega, hugarfarslega, tilfinningalega og andlega? Fjallað verður um svarið við þessari spurningu á svæðismótinu þjónustuárið 2014. Stef mótsins verður „Biblían er nytsöm til fræðslu“ og er sótt í 2. Tímóteusarbréf 3:16.
2. Hvaða spurningar draga fram aðalatriðin?
2 Hlustaðu eftir aðalatriðunum: Svörin við eftirfarandi spurningum draga fram aðalatriðin í mótsdagskránni:
• Hvaða áhrif hefur fræðslan frá Guði á líf okkar? (Jes. 48:17, 18)
• Hverju getum við treyst ef við gerum breytingar á aðstæðum okkar til að þjóna Jehóva í fullu starfi? (Mal. 3:10)
• Hvernig ættum við að bregðast við ,framandi kenningum‘? (Hebr. 13:9)
• Hvernig getum við líkt eftir kennsluaðferðum Jesú? (Matt. 7:28, 29)
• Hvers vegna ættu kennarar í söfnuðinum að fræða sjálfa sig? (Rómv. 2:21)
• Að hvaða leyti er orð Guðs gagnlegt? (2. Tím. 3:16)
• Guð mun „hræra allar þjóðir“. Hvaða áhrif hefur það á fólk? (Hag. 2:6, 7)
• Hvað er Jehóva viss um að við getum gert? (Ef. 5:1)
• Hvers vegna verðum við að leggja heilmikið á okkur til að halda okkur við fræðsluna frá Jehóva? (Lúk. 13:24)
3. Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að sækja mótið og fylgjast vel með þessari tímabæru dagskrá?
3 Í 3. kafla 2. Tímóteusarbréfs, rétt áður en Páll skrifar orðin sem stef mótsins er sótt í, lýsir hann erfiðleikum sem myndu einkenna síðustu daga. Hann skrifaði: „Vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villa aðra og villast sjálfir.“ (2. Tím. 3:13) Til að við villumst ekki er mikilvægt fyrir okkur að hlusta á kennsluna frá Guði og fara eftir henni. Við skulum því vera ákveðin í að sækja mótið og fylgjast vel með þessari tímabæru dagskrá.