Nýtt myndskeið sem hjálpar okkur að hefja biblíunámskeið
Þeim fjölgar stöðugt sem fara inn á vefsíðuna jw.org til að horfa á myndskeiðið Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? Myndskeiðinu er ætlað að vekja áhuga fólks á Biblíunni og hvetja það til að þiggja ókeypis biblíunámskeið. Hægt er að horfa á það með því að smella á „Beiðni um ókeypis biblíunámskeið“ neðst á heimasíðunni eða með því að skanna QR-merkið neðst á baksíðu nýju smáritanna. Lítum nú á nokkrar tillögur að því hvernig við getum komið myndskeiðinu á framfæri.
Þegar þú ferð aftur til húsráðanda gætirðu sagt: „Má ég sýna þér stutt myndskeið þar sem bent er á hvar þú getur leitað svara við stóru spurningunum í lífinu?“ Ef hann vill sjá myndskeiðið er hægt að spila það í snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvunni hans.
Þegar við bjóðum eitt af nýju smáritunum í götustarfinu eða við önnur tækifæri skulum við benda viðmælandanum á QR-merkið og hvetja hann til að skanna það með snjallsímanum sínum eða spjaldtölvunni. Þegar QR-merkið er skannað kemur myndskeiðið sjálfkrafa upp og hægt er að horfa á það strax ef við á. Myndskeiðið er til á mörgum tungumálum.
Segðu vinnufélögum, skólafélögum, ættingjum og kunningjum frá myndskeiðinu og spyrðu hvort þú megir sýna þeim það. Þú gætir líka sent þeim vefslóðina að myndskeiðinu í tölvupósti þannig að þeir geti horft á það þegar þeim hentar.
Ef við sýnum sem flestum myndskeiðið er hugsanlegt að enn fleiri vilji þiggja aðstoð okkar við biblíunám. Þannig getum við hjálpað fólki sem er móttækilegt fyrir sannleikanum að kynnast Jehóva Guði. – Post. 13:48.