Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í júní
„Við erum stuttlega að koma við hjá fólki og erum með athyglisverða spurningu sem gaman væri að fá þitt álit á. [Sýndu viðmælanda fyrri spurninguna á baksíðu maí-júní Varðturnsins.] Hvað heldur þú?“ Gefðu kost á svari. Farið sameiginlega yfir efnið undir fyrstu spurningunni og lestu að minnsta kosti eitt af biblíuversunum. Bjóddu blöðin og gerðu ráðstafanir til að koma aftur og ræða um næstu spurningu.
Varðturninn Maí-júní
„Margir velta því fyrir sér af hverju Guð bindur ekki enda á óréttlætið og þjáningarnar í heiminum. Heldur þú að Guði standi á sama eða finnst honum ef til vill að mennirnir hafi gott af því að þjást? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Jóhannes 3:16.] Þó að margir vitni í þetta vers til að sýna fram á að Guði standi ekki á sama um mannkynið eru þeir ekki með það á hreinu hvernig dauði Jesú var okkur til góðs. Í þessu blaði er útskýrt hvernig dauði Jesú getur bundið enda á óréttlæti og þjáningar hér á jörð.“
Vaknið! Maí-júní
„Við erum hér í dag af því að okkur langar til að benda fólki á hjálp við ákveðnu vandamáli sem er orðið allt of algengt. Sumir búa við mjög erfiðar aðstæður og til að losna undan þeim hafa þeir hugleitt að binda enda á líf sitt. Heldurðu að þá langi í raun til að deyja eða vilja þeir bara binda enda á þjáningar sínar? [Gefðu kost á svari.] Má ég sýna þér hughreystandi loforð í Biblíunni sem hefur hjálpað mörgum að líta björtum augum á lífið og tilveruna? [Lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.] Í þessu blaði er bent á þrjár góðar ástæður til að halda áfram að lifa.“