Tillögur að kynningum
Varðturninn janúar – febrúar
„Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvers vegna það gerist svona margt slæmt í heiminum? [Gefðu kost á svari.] Ástæðan kemur fram í Biblíunni í Opinberunarbókinni 12:9. [Lestu.] Tólfta versið gefur okkur hins vegar tilefni til að vera vongóð. [Lestu Opinberunarbókina 12:12.] Ill áhrif Satans taka bráðum enda. Í greininni ,Er ástæða til að óttast Satan?‘ kemur fram hvernig við getum varið okkur gegn áhrifum hans núna og hvað verður um hann í náinni framtíð. Þú mátt eiga þetta blað.“
Vaknið! janúar – febrúar
„Við erum að heimsækja fólk af því að margir hafa áhyggjur af algengu vandamáli. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni þarf fjórða hver manneskja í heiminum að kljást við geðraskanir einhvern tíma á ævinni, til dæmis þunglyndi. Heldur þú að geðraskanir séu að verða algengari? [Gefðu kost á svari.] Biblían veitir okkur von um framtíð þar sem enginn jarðarbúi mun veikjast eða þjást. [Opinberunarbókin 21:3, 4.] Í þessu blaði er bent á nokkur atriði sem allir ættu að vita um geðraskanir.“