Lærum af reyndum boðberum
Við kunnum sannarlega vel að meta reynda boðbera í söfnuðinum. Sumir hafa þjónað Jehóva trúfastlega í mörg ár. Aðrir hafa nýlega náð góðri leikni í þjónustunni. Þessir boðberar hafa séð að Jesús leiðir söfnuðinn nú á síðustu dögum þar sem prédikunarstarfið blómstrar og nýjum lærisveinum fjölgar. (Matt. 28:19, 20) Með því að taka þátt í boðunarstarfinu hafa þessir boðberar fengið ,ofurmagn kraftarins‘ þegar þeir mæta persónulegum áskorunum og prófraunum. (2. Kor. 4:7, Biblían 1981) Við getum lært margt af þessum reyndu boðberum. Þeir hafa ánægju af að kenna öðrum það sem þeir hafa sjálfir lært, þegar tækifæri gefst. (Sálm. 71:18) Leitum þess vegna færis að læra af þeim. Hvernig förum við að?
Í boðunarstarfinu. Til að ná árangri í boðunarstarfinu þurfa nýir og reynsluminni þjálfun. Hægt er að læra margt af því að fylgjast með hvernig þroskaðir boðberar bera sig að í þjónustunni. (Sjá greinina „Varðveittu eldmóðinn fyrir boðunarstarfinu“ í Varðturninum 15. febrúar 2015 – þriðju efnisgrein undir millifyrirsögninni „Aðstoðaðu óreynda boðbera“.) Hvað hefur þú lært af því að fara í boðunarstarfið með reyndum boðbera?
Gætirðu boðið reyndum boðbera með þér í boðunarstarfið? Ef hann er veikburða gætirðu kannski, öðru hvoru, haft biblíunámskeið heima hjá honum. Eftir biblíunámskeiðið skaltu biðja hann um ráðleggingar og athugasemdir.
Notaðu tíma til að vera með þeim: Leitastu við að kynnast reyndum boðberum. Bjóddu einum þeirra að vera með í tilbeiðslustund fjölskyldunnar og fáðu hann til að segja frá eigin reynslu. Ef boðberinn er lasburða væri kannski möguleiki að hafa tilbeiðslustundina heima hjá honum. Spyrðu hann hvernig hann kynntist sannleikanum. Hvaða blessunar hefur hann notið? Hvernig hefur hann séð starfið aukast á svæðinu? Hvaða gleði hefur þjónustan við Jehóva veitt honum?
Sýndu skilning og gerðu þér raunhæfar væntingar. Eins og við öll, hafa þeir sem eru búnir að þjóna Jehóva lengi hæfileika á mismunandi sviðum boðunarstarfsins. (Rómv. 12:6-8) Sumir aldraðir hafa takmarkaða möguleika á að vera með okkur. Við getum samt sem áður lært margt af þeim vegna reynslu þeirra sem trúfastir þjónar Jehóva.