Pólitískur glundroði uppfyllir spádóma Biblíunnar
Fólk nú á tímum hefur mjög ólíkar skoðanir í stjórnmálum. Því greinir á um lagasetningar sem varða daglegt líf þess og lætur skoðanir sínar í ljós með óvægum hætti. Þeir sem sitja í ríkisstjórnum, löggjafarvaldið og háttsettir embættismenn, eru oft á öndverðu meiði og eru ófúsir að miðla málum. Slíkur ágreiningur leiðir til pólitísks glundroða sem getur lamað framkvæmdavaldið.
Sérstaklega eftirtektarverður er þó glundroðinn í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Hvers vegna? Vegna þess að Biblían spáði því að glundroði yrði innan þessara tveggja þjóða um þær mundir sem himneskt ríki Guðs gripi inn í málefni manna.
Pólitískur glundroði á „síðustu dögum“
Biblían hefur að geyma spennandi spádóm sem er að finna í Daníelsbók. Í honum opinberar Guð „hvað muni gerast á síðustu dögum“, sem á þeim tíma voru langt inn í framtíðina. Þá yrði mjög markverður tími í sögu mannkyns. – Daníel 2:28.
Guð kom spádómnum á framfæri í draumi sem hann birti konungi Babýlonar. Í draumnum sá konungur risastórt líkneski úr mismunandi málmum. Daníel útskýrði síðar að líkneskið frá toppi til táar táknaði heimsveldi sem myndu rísa og falla í gegnum tíðina.a Að lokum yrði líkneskið sundurmolað eftir að steinn skylli á því en steinninn táknar ríki eða stjórn sem Guð kemur á stofn. – Daníel 2:36–45.
Samkvæmt spádóminum myndi ríki Guðs koma í stað allra stjórna manna. Þetta ríki er hið sama og Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um þegar hann sagði „ríki þitt komi“. – Matteus 6:10.
En hvar í spádóminum kemur fram að það yrði glundroði í stjórnmálum? Taktu eftir að fætur líkneskisins voru „að hluta til úr járni og að hluta til úr leir“. (Daníel 2:33) Sú blanda var ólík hreinu málmunum sem hinir partar líkneskisins voru gerðir úr. Þetta benti til þess að eitt heimsveldið myndi skera sig úr. Að hvaða leyti? Í spádómi Daníels segir:
Spádómurinn gefur til kynna að heimsveldið sem táknað er með fótunum myndi upplifa pólískan glundroða. Það myndi hrikta í stoðum þess vegna innri veikleika sem kæmi frá þegnunum.
Spádómur Daníels uppfyllist núna
Fætur líkneskisins tákna það heimsveldi sem fer með forystuna nú á tímum, en það er bandalag Bandaríkjanna og Bretlands. Af hverju drögum við þessa ályktun?
Fætur líkneskisins eru „að hluta til úr járni og að hluta til úr leir“, blöndu sem er í eðli sínu veik. (Daníel 2:42) Bæði Bandaríkin og Bretland eiga í höggi við samfélagsólgu sem grefur undan styrk þeirra. Í báðum löndunum ríkir mikil spenna milli sundraðra hópa. Oft brýst út ofbeldi þegar fólk berst fyrir réttindum sínum í mótmælagöngum. Þeir sem hafa verið kjörnir í ríkisstjórn geta oft ekki komist að samkomulagi um mál sem liggja fyrir. Þar sem slík sundrung ríkir innan beggja ríkjanna eru þau stundum ófær um að framfylgja stefnumálum sínum.
Ástandi ríkisstjórna var lýst í Daníelsbók kafla 2
Skoðum nánar hvað einstaka atriði í spádómi Daníels merkja og uppfyllingu þeirra nú á tímum:
Spádómur: „Ríkið verður skipt en mun þó að sumu leyti búa yfir hörku járnsins.“ – Daníel 2:41.
Skýring: Bandaríkin og Bretland eiga við pólitíska sundrungu að etja innan sinna vébanda en bæði ríkin hafa samt mikinn hernaðarmátt. Þar af leiðandi geta þau haft gríðarleg áhrif á heimsvísu og sýnt styrkleika járnsins.
Uppfylling
Árið 2023 voru samanlögð hernaðarútgjöld Bandaríkjanna og Bretlands meiri en samanlögð útgjöld næstu 12 landa sem eyða mestu í hernað. – Alþjóðafriðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi.
„Varnarsamstarf Bandaríkjanna og Bretlands … hefur þróast og orðið eitt sterkasta, viðamesta og þróaðasta samstarf tveggja ríkja. Við vinnum saman, við stöndum saman, við berjumst saman.“ – Strategic Command, U.K. Ministry of Defence, apríl 2024.
Spádómur: „Þar sem tærnar á fótunum voru að hluta til úr járni og að hluta til úr leir verður ríkið að sumu leyti sterkt og að sumu leyti veikt.“ – Daníel 2:42.
Skýring: Þó svo að Bandaríkin og Bretland búi yfir miklum hernaðarmætti eru ríkjunum hömlur settar vegna þess hvernig lýðræðisfyrirkomulagi þeirra er háttað. Ef þau hafa ekki stuðning afdráttarlauss meirihluta getur verið erfitt fyrir þau að framkvæma áætlanir sínar.
Uppfylling
„Að sögn sumra sérfræðinga á sviði stjórnmála takmarkar sundrung í stjórnmálum [Bandaríkjanna] getu þeirra til að láta til sín taka á alþjóðavettvangi, allt frá öryggismálum til viðskipta.“ – The Wall Street Journal.
„Fordæmislaus glundroði í breskum stjórnmálum hefur truflað störf stjórnmálamanna þannig að ríkisstarfsmenn eiga erfitt með að hrinda umbótastefnu ríkisstjórnarinnar í framkvæmd.“ – Institute for Government.
Spádómur: „Þeir [yfirvöld] verða blandaðir almúganum en þeir samlagast ekki hvorir öðrum.“ – Daníel 2:43, neðanmáls.
Skýring: Venjulegt fólk hefur kannski einhver áhrif á það hvað ríkisstjórnir gera en hvorki yfirvöld né kjósendur eru fullkomlega sáttir með niðurstöðuna.
Uppfylling
„Ameríkanar hafa á heildina litið mjög neikvætt viðhorf til stjórnmála og kjörinna ráðamanna.“ – Pew Research Center.
„Traust Breta til ríkisstjórna og stjórnmálamanna hefur aldrei verið lægra síðastliðin fimmtíu ár en það er núna.“ – National Centre for Social Research.
Spádómur Daníels – framtíðin
Samkvæmt spádómi Daníels verður tvíveldið Bandaríkin-Bretland ráðandi heimsveldi þegar ríki Guðs ryður úr vegi öllum stjórnum manna. – Daníel 2:44.
Í hliðstæðum biblíuspádómi í Opinberunarbókinni segir að ‚konungum allrar heimsbyggðarinnar‘ verði safnað saman gegn Jehóvab Guði til Harmagedónstríðsins, „stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins almáttuga“. (Opinberunarbókin 16:14, 16; 19:19–21) Í þessu stríði eyðir Jehóva öllum stjórnum manna og þurrkar líka út öll ummerki um heimsveldin sem táknuð eru með líkneskinu í spádómi Daníels.
Þú getur lesið meira í greininni „Hvað er stríðið við Harmagedón?“
Spádómur Daníels um pólitískan glundroða getur gagnast þér
Biblían sagði nákvæmlega fyrir um pólitískan glundroða í Bandaríkjunum og Bretlandi. Sú vitneskja getur gefið þér nýja sýn á atburði samtímans.
Þú skilur af hverju Jesús vildi að fylgjendur sínir væru hlutlausir gagnvart stjórnmálum þessa heims. (Jóhannes 17:16) Þú munt líka skilja hvers vegna Jesús, skipaður konungur Guðsríkis, sagði: „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi.“ – Jóhannes 18:36.
Þú færð fullvissu um að ríki Guðs grípi brátt til aðgerða og færi mönnunum yndislegar blessanir eins og hann hefur lofað. – Opinberunarbókin 21:3, 4.
Þú horfir björtum augum til framtíðar og ert laust við áhyggjur um að stríðandi þjóðir tortími heiminum. – Sálmur 37:11, 29.
Spádómur Daníels sýnir að samstarfsríkin Bandaríkin og Bretland, sem táknað er með fótum líkneskisins, verða síðustu heimsveldin sem ráða yfir mannkyninu. Þegar þau eru horfin af sjónarsviðinu kemur í stað þeirra fullkomin himnesk stjórn – ríki Guðs!
Horfðu á myndbandið Hvað er ríki Guðs? og sjáðu hverju þetta ríki mun áorka fyrir mannkynið.
a Sjá rammagreinina „Hvaða heimsveldum er lýst í spádómi Daníels?“
b Jehóva er nafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?“