Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 29
  • Ætti ég að biðja til dýrlinga?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ætti ég að biðja til dýrlinga?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvernig nálgast má Guð í bæn
    Hvers krefst Guð af okkur?
  • Bænin hjálpar þér að nálgast Guð
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hlustar Jehóva á okkur?
    Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • Hvernig geturðu beðið þannig að Guð hlusti á þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 29

Ætti ég að biðja til dýrlinga?

Svar Biblíunnar

Nei, Biblían sýnir að við eigum bara að biðja til Guðs og gera það í Jesú nafni. Jesús sagði við lærisveina sína: „Þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ (Matteus 6:9) Hann sagði lærisveinum sínum aldrei að biðja til dýrlinga, engla eða nokkurs annars en Guðs.

Jesús sagði auk þess fylgjendum sínum: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6) Guð hefur ekki falið neinum nema Jesú umboð til að vera milligöngumaður milli sín og okkar. – Hebreabréfið 7:25.

Er í lagi að biðja til Guðs og líka til dýrlinga?

Guð sagði í einu af boðorðunum tíu: „Ég, Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð.“ (2. Mósebók 20:5) Að hvaða leyti er Guð „vandlátur“? Hann fer fram á algera hollustu, hann vill að tilbeiðsla okkar – þar á meðal bænir okkar – beinist eingöngu til hans. – Jesaja 48:11.

Við sýnum Guði lítilsvirðingu með því að biðja til annarra, jafnvel þótt um dýrlinga eða heilaga engla sé að ræða. Þegar Jóhannes postuli reyndi að tilbiðja engil, stöðvaði engillinn hann og sagði: „Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og systkina þinna sem hafa vitnisburð Jesú. Tilbið þú Guð.“ – Opinberunarbókin 19:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila