Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 66
  • Hvernig get ég tekist á við sambandsslit?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég tekist á við sambandsslit?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Þannig er tilfinningin
  • Það sem þú getur gert
  • Þegar samband endar
    Vaknið! – 2015
  • Hvernig get ég hætt að vera hrifin(n) af annarri manneskju?
    Vaknið! – 1995
  • Hvernig veit ég hvort það er sönn ást?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Pössum við saman?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 66
Örvæntingarfullur ungur maður heldur á hjartalaga hálsmeni

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég tekist á við sambandsslit?

„Eftir að ég og kærastan hættum saman hef ég satt að segja verið alveg niðurbrotinn. Þetta er mesti tilfinningalegi sársauki sem ég hef fundið fyrir“, segir Steven.

Hefur þér liðið þannig? Ef svo er getur þessi grein komið þér að gagni.

  • Þannig er tilfinningin

  • Það sem þú getur gert

Þannig er tilfinningin

Sambandsslit valda alltaf báðum aðilum sársauka.

  • Hafir þú átt frumkvæði að sambandsslitunum, líður þér kannski eins og Jasmine, en hún segir: Ég var með samviskubit yfir því að hafa sært einstakling sem mér þótti vænt um og vonandi þarf ég ekki að upplifa slíkt aftur.“

  • Hafir þú ekki átt frumkvæðið að sambandsslitunum, skilurðu sennilega hvers vegna sumir líkja þessari reynslu við ástvinamissi. „Ég gekk í gegnum sorgarferli,“ segir ung kona sem heitir Janet, „meðal annars afneitun, reiði og depurð. En að lokum, næstum ári seinna, sætti ég mig við orðinn hlut.“

Niðurstaða: Sambandsslit geta gert mann niðurdreginn og örvæntingarfullan. Einn af biblíuriturunum orðaði þetta þannig: „Dapurt geð tærir beinin.“ – Orðskviðirnir 17:22.

Það sem þú getur gert

  • Einstaklingur að tala

    Talaðu við þroskaðan trúnaðarvin. Biblían segir: „Vinur lætur aldrei af vináttu sinni, í andstreymi reynist hann sem bróðir.“ (Orðskviðirnir 17:17) Það getur hjálpað þér að sjá hlutina í réttu ljósi ef þú trúir foreldri þínu eða þroskuðum vini fyrir tilfinningum þínum.

    „Ég einangraði mig mánuðum saman og talaði ekki við neinn um tilfinningar mínar. En vinir geta hjálpað þér að jafna þig. Það var ekki fyrr en ég opnaði mig fyrir þeim að ég fann fyrir létti.“ – Janet

  • Mannsheili

    Lærðu af reynslunni. Annar spádómur í Biblíunni segir: „Aflaðu þér visku, aflaðu þér hygginda.“ (Orðskviðirnir 4:5) Óþægileg lífsreynsla getur leitt ýmislegt í ljós um okkur sjálf og hvernig við tökumst á við vonbrigði.

    „Vinur minn spurði mig eftir að ég hætti með kærustunni: ,Hvað geturðu lært af þessu og hvernig geturðu nýtt þér það þegar þú kynnist einhverri annarri í framtíðinni?‘“ – Steven.

  • Einstaklingur að biðja

    Bæn. Biblían segir: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ (Sálmur 55:23) Bænin getur hjálpað þér að takast á við sorgina og sjá sambandsslitin frá öðru sjónarhorni.

    „Farðu oft með bæn. Jehóva skilur sársauka þinn og þekkir aðstæðurnar betur en þú.“ – Marcia.

  • Hjálparhönd

    Hjálpaðu öðrum. Biblían segir: „Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.“ (Filippíbréfið 2:4) Því meira sem þú hjálpar öðrum því fyrr sérðu sambandsslitin í réttu ljósi.

    „Við sambandsslit líður manni eins og lífið sé búið og sársaukinn er verri en líkamlegur sársauki. En ég vissi að þetta myndi lagast. Ég þurfti bara að gefa mér tíma til að jafna mig.“ – Evelyn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila