BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?
Súlukast
Súla er stór sjófugl sem stingur sér í hafið á allt að 190 kílómetra hraða á klukkustund. Þessi veiðiaðferð kallast súlukast. Þegar súlan dýfir sér í sjóinn getur hún náð hraða sem er 20 sinnum meiri en hraðinn sem aðdráttarafl jarðar veldur. Hvernig geta súlurnar endurtekið svona magnaðar dýfur og lifað þær af?
Hugleiddu þetta: Áður en súlan lendir í sjónum leggur hún vængina að síðunni og verður eins og straumlínulaga ör. Hún dregur líka verndarfilmu fyrir augun og blæs upp líffæri í hálsi og bringu sem virka eins og loftpúðar til að deyfa höggið.
Þegar súlan steypir sér í hafið mynda goggur, höfuð og háls keilulaga form og þannig dreifist álagið á sterka hálsvöðva súlunnar. Súlan endurstillir sjónina á augabragði til að geta séð neðansjávar.
Hversu djúpt getur súlan stungið sér? Hraði fuglsins getur gert honum kleift að stinga sér á allt að 11 metra dýpi en hann getur farið enn dýpra með því að blaka hálfaðfelldum vængjunum og spyrna með sundfótunum. Sést hefur til súlna á meira en 25 metra dýpi neðansjávar. Þegar súla er búin að kafa flýtur hún áreynslulaust upp á yfirborðið og hefur sig til flugs á nýjan leik.
Vísindamenn hafa nýtt þekkingu sína til að þróa gervisúlur sem geta aðstoðað í leitar- og björgunarstarfi. Meiningin var að þær gætu flogið, stungið sér í vatn og hafið sig svo aftur til flugs. En við prófun þeirra brotnaði ein þeirra ítrekað þegar hún lenti of harkalega á yfirborðinu. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að frumgerð þeirra væri „ekki góð í að stinga sér samanborið við súluna“.
Hvað heldur þú? Þróaðist hæfileiki súlunnar til að stinga sér? Eða býr hönnun að baki?
Horfðu á súlukast.