BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?
Höggþolið hýði pómelónunnar
Pómelónan er stór og sætur sítrusávöxtur sem vex á tré. Þótt hún falli meira en 10 metra til jarðar skemmist hún ekki við fallið. Hvað gerir þennan ávöxt svona höggþolinn?
Hugleiddu þetta: Vísindamenn hafa fundið út að hvítt innra lag hýðisins er svampkenndur vefur sem samanstendur af hólfum eða rýmum. Þessi holrými eru fyllt af lofti eða vökva og fara stækkandi því nær sem dregur kjarnanum. Þegar ávöxturinn fellur til jarðar virkar vökvinn eins og stuðpúði. Hýðið herpist saman og stífnar og það dregur úr högginu þannig að ávöxturinn skemmist ekki.
Vísindamenn hafa hannað höggþolinn frauðmálm sem líkist hýði pómelónunnar að gerð. Þeir telja að hægt sé að líkja eftir uppbyggingu pómelónuhýðisins við gerð hjálma fyrir bifhjólafólk og höggdeyfa í farartæki og til að þróa hjúp sem verndar geimstöðvar fyrir geimryki og -steinum.
Hvað heldur þú? Þróaðist hýði pómelónunnar? Eða býr hönnun að baki?