Steinn sem lauk upp leyndardómi
Í BRESKA þjóðminjasafninu í Lundúnum má oft sjá fólk starandi á svarta basalthellu í Egypska salnum. Hvers vegna vekur hún áhuga og forvitni svo margra? Um aldaraðir stóðu sérfræðingar ráðþrota frammi fyrir hinu flókna myndletri sem þeir höfðu fundið í hinum egypsku grafhýsum og á minnismerkjum. Þessi steinhella varð lykillinn að skilningi þeirra á þessum ritum og áletrunum. Hún er nú þekkt undir nafninu Rósettusteinninn (dregið af Rasíd í Egyptalandi sem þýtt var Rósetta).
Á steininn er letraður sami textinn með þrenns konar, mismunandi letri. Eitt þeirra er gríska sem hægt var að þýða. Í öðru lagi stendur textinn með forn-egypsku myndletri og í þriðja lagi með yngra, egypsku handletri. Það tók Frakkann Jean François Champollion 23 ár að ráða fram úr áletrununum. Og hvað stendur á steininum?
Steinninn er ársettur frá 9. stjórnarári Ptólómeusar V (um árið 196 f.o.t.) og er dæmigerð lofgjörð um leiðtoga. Meðal annars er borið lof á guðrækni Ptólómeusar V og hann prísaður fyrir að hafa endurreist „musteri nautsguðanna Apis og Mnevis og musteri annarra heilagra dýra,“ og talað er um hann sem „Ptólómeus, hinn eilífa guð.“ — The Rosetta Stone, rit gefið út af Breska þjóðminjasafninu.
Þýðing hins forna myndleturs, „rittákna guðamálsins,“ hefur gefið mönnum betri innsýn í dýratilbeiðsluna sem var mjög útbreidd í Egyptalandi. Í skrá frá breska þjóðminjasafninu segir: „Nánast allar höggmyndir voru gerðar í trúarlegum tilgangi — þeim að efla tilbeiðsluna á ýmsum guðdómum, að bera lof á mátt sérstakra konunga,“ svo og í tengslum við greftrun og grafhýsi. Á flestum höggmyndunum og minnismerkjunum er myndletur sem nú er hægt að ráða vegna Rósettusteinsins.
[Myndir á blaðsíðu 32]
Að ofan: Dæmi um myndletur.
[Rétthafi]
Birt með leyfi Egisiosafnsins í Tórínó.
Til hægri: Hórus, sólguð Egypta.
[Rétthafi]
Birt með leyfi breska þjóðminjasafnsins.
[Rétthafi myndar á blaðsíðu 32]
Birt með leyfi Breska þjóðminjasafnsins.